Óvissar úrkomuspár

Ţađ er óvenjulegt ađ sjá jafnmikilli úrkomu spáđ í Reykjavík og nú er gert. Tölur upp í meir en 50 mm á sólarhring hafa sést - sömuleiđis sjást spár um meir en 6 mm klukkustundarúrkomu. Fremur óvenjulegt hvort tveggja, sólarhringsúrkomumet nóvembermánađar í Reykjavík er 46,8 mm, sett 1902 (óstađfest gildi), en á síđari áratugum er mest vitađ um 35,2 mm á sólarhring. Ţađ var 1993. Klukkustundarákefđarmet nóvembermánađar er 4,8 mm í Reykjavík. Rétt er ţó ađ taka fram ađ mjög mikil óvissa er í spánum - meiri en stundum áđur.

w-blogg161118aa

Útgildavísar evrópureiknimiđstöđvarinnar auđvelda mjög mat ţví hversu óvenjulegir veđuratburđir sem koma fram í spám eru. Vísarnir byggja á reynslu - „vita“ hversu algengt ţađ veđur er sem veriđ er ađ spá. Ţađ er hins vegar međ ţessa vísa eins og annađ, rétt er ađ trúa ţeim ekki í blindni og greinilegt ađ talsverđa reynslu ţarf til ađ meta ţćr upplýsingar sem ţeir vísa á. 

Orđiđ „útgildavísir“ er ţýđing á ţví erlenda „extreme forecast index“, EFI, en „halavísir“ reynir ađ íslenska „shift of tail“, SOT. - Ţýđingar ţessar hafa ekki öđlast hefđarrétt (né annan) og ađrar (og vonandi betri) munu e.t.v. sýna sig síđar. 

Hér verđa vísarnir ekki skýrđir frekar, en ţess ţó getiđ ađ veđurfrćđingum er sagt ađ hafa varann á ef útgildavísirinn fer yfir 0,9 - og sömuleiđis ef halavísirinn (nafniđ vísar til hala tölfrćđidreifingar) nálgast 2,0 - hér er hann hins vegar vel yfir 2 á allstóru svćđi yfir Suđvesturlandi - og fer hćst í 3,2 - ţađ er óvenjulegt, gildiđ 0,0 mun algengt.

En í hverju fellst óvissan? Einn ţátturinn er sá ađ líkan evrpópureiknimiđstöđvarinnar er ekki međ full tök á landslagi. Ítrustu landslagsbundnu úrkomuhámörk koma illa fram - sömuleiđis svonefndir úrkomuskuggar - svćđi í 10 til 20 km fjarlćgđ frá fjöllum sem vindur blćs frá. 

w-blogg161118b

Kortiđ sýnir úrkomu laugardagsins - eins og reiknimiđstöđin vill hafa hana. Reykjavík er inni á svćđi ţar sem hún er meiri en 40 mm, en minni en 80. Viđ sjáum greinileg áhrif fjalla og vindáttar í lögun lituđu svćđanna. Hćsta talan er á Mýrdalsjökli 122 mm - ţađ er ekki sérlega óvenjuleg sólarhringsúrkoma ţar.

En lítum líka á spá harmonie-líkansins frá ţví kl. 12 á hádegi (föstudag).

w-blogg161118c

Harmonie-líkaniđ „sér“ landslagiđ mun betur. Hér sjáum viđ uppsafnađa úrkomu frá hádegi á föstudag til laugardagskvöld (36 klst). Tökum viđ allt bókstaflega má sjá ađ úrkoma á Veđurstofunni verđur um 50 mm - en ekki á einum sólarhring heldur einum og hálfum. Mikiđ jú, en varla met (kannski nćr sólarhringurinn ţó tölunni frá 1993 - alveg hugsanlegt).

En ţetta er bara ein spáruna - tölurnar hafa sveiflast mjög til og frá frá einni runu til annarrar. Svo virđist sem lítilsháttar munur í vindhrađa og vindstefnu og smáatriđi í rakaađstreymi úr suđri hafi miklar afleiđingar - sérstaklega ţegar kemur fram undir kvöld á laugardag.

En ţađ er ţó bót í máli ađ enginn klaki eđa snjór er á jörđ - og vatn ćtti ađ ganga niđur og renna greiđlega fram víđast hvar. Úrkoma ţessi er greinilega tengd fjöllum ţannig ađ lćkir úr ţeim vaxa sjálfsagt víđa úr hófi og aur gćti komist í ţá. 

Hitavísir reiknimiđstöđvarinnar er líka í hćstu hćđum. Rigningin hér syđra veldur ţó ţví ađ ólíklegt er ađ hitamet verđi slegin ţar sem úrkoman er hvađ mest. Hćsti hiti sem mćlst hefur í Reykjavík í nóvember er 13,2 stig - á sjálfvirku stöđinni ţann 19. áriđ 1999, 12,6 stig sama dag á mönnuđu stöđinni. Dćgurhámarksmetin í Reykjavík ţessa dagana eru mörg á bilinu 11 til 12 stig. 

En hungurdiskar láta Veđurstofuna alveg um spár - og hvetur lesendur til ađ fylgjast međ spám og viđvörunum hennar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sólarhringsúrkoman hér á höfuđborgarsvćđinu var 147 mm í Bláfjöllum (nćst mest á landinu), 61,8 mm á Hólmsheiđi, viđ Korpu 54,3 mm og í Reykjavík 36,9 mm. Tekiđ skal fram ađ ţetta er ekki á einum sólarhring (ţađ fór ekki ađ rigna fyrr en um hádegiđ). Ţrír tímar eru enn í ţađ ađ sólarhringsúrkomu sé náđ ţannig ađ óstađfesta metiđ getur enn falliđ í borginni.

Mest rigndi Lónakvísl eđa 220 mm!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 17.11.2018 kl. 11:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 229
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1803
  • Frá upphafi: 2350430

Annađ

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 1606
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband