Ekki oft

Það er ekki oft sem jafndjúpar eða dýpri lægðir en sú sem nú er suðvestan Írlands sjást á Norður-Atlantshafi í október. 

w-blogg111018a

Þetta er sjávarmálskort evrópureiknimiðstöðvarinnar frá því kl.18 í dag, fimmtudag 11.október. Lægðin er sögð 937 hPa í miðju. Hún hreyfist í norðnorðaustur og á að fara fyrir austan Ísland á aðfaranótt laugardags. Til allar hamingju verður þá úr henni mesti vindurinn. Lægðin sem olli rigningunni og hlýindunum hér á landi í dag er líka óvenjudjúp, um 947 hPa í miðju - ekki svo algeng tala heldur.

Lægsti þrýstingur sem vitað er um hér á landi í október er 938,4 hPa, en hann mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 19.október 1963. 

w-blogg111018b

Kortið sýnir tillögu japönsku endurgreiningarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa þann dag, kl.18. Í endurgreiningunni er miðjuþrýstingur lægðarinnar 935 hPa - lítillega lægri en í lægð dagsins í dag. Mjög sennileg ágiskun. 

Þrautseigir lesendur hungurdiska muna e.t.v. eftir því að fyrir löngu var hér fjallað um lágþrýsting í október 1963. Lægðin á kortinu hér að ofan olli sjávarflóði og tjóni allt frá Grindavík í vestri og austur í Mýrdal. Hvassara (og meira foktjón) varð hins vegar í veðri nokkrum dögum síðar - sú lægð var talin 942 hPa í miðju og má á vef Veðurstofunnar sjá mynd af Íslandskorti sem sýnir meir en 100 hnúta meðalvind á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gömul veðurnörd minnast þessara veðra beggja eins og gerst hefði í gær. Í sama mánuði hafði fellibylurinn Flóra valdið gríðarlegu tjóni við Karíbahaf - banaði meðal annars á áttunda þúsund manns. Leifarnar náðu að lokum til Íslands þann 14.október - lítilsháttar fokstjón varð - en samt minnisstæð staða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12
  • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.3.): 32
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 1800
  • Frá upphafi: 2454358

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1657
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband