Gjóað augum á vetrarspá

Við lítum til gamans á vetrarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar. Fyrir verður kort sem sýnir hæðarvik 500 hPa-flatarins í desember til febrúar. Dreifing vikanna segir eitthvað um meðalstyrk og stefnu háloftavinda í þessum mánuðum.

w-blogg100918ia

Við sjáum hér hluta norðurhvels jarðar. Litafletirnir sýna vikin - gulir og brúnir litir eru svæði þar sem búist er við jákvæðum hæðarvikum, en á þeim bláu eru vikin neikvæð. Þó vikin séu í raun ekki stór verða þau samt að teljast nokkuð eindregin. Spáð er öllu flatari hringrás heldur en að meðaltali - vestanáttin við Ísland og fyrir sunnan það öllu slakari en algengast er. Háþrýstisvæði algengari norðurundan en vant er - og lægðabrautir fremur suðlægar - inn yfir Suður-Evrópu fremur en yfir Ísland og Noregshaf. Norðaustanáttir að tiltölu algengari en suðlægu og vestlægu áttirnar. 

En jafnvel þó spáin rætist er rétt að hafa í huga að hún tekur til þriggja mánaða og sá tími felur ótalmargt. Aðrar upplýsingar frá reiknimiðstöðinni gefa t.d. til kynna að þetta mynstur nærri Íslandi verði hvað eindregnast í janúar. 

Hringrás á okkar slóðum hefur verið býsna sveiflukennd síðasta áratuginn. Við teljum 2009/2010, 2012/2013, 2013/2014 og 2015/2016 til austanáttarvetra (miðað við desember til febrúar), en 2011/2012, 2014/2015 og 2017/2018 til vestanáttarvetra, 2009/2010, 2010/2011 og 2017/2018 hölluðust heldur til norðurs, en 2016/2017 til suðurs. Verður komandi vetur austan- OG norðanáttavetur eins og 2009/2010? Hringrásin var gríðarafbrigðileg þann vetur og á ritstjóri hungurdiska fremur erfitt með að ímynda sér að slíkt endurtaki sig nú. Enda hafa vikin á kortinu hér að ofan ekki roð í það. 

Árstíðaspár af þessu tagi eru algjör tilraunastarfsemi og lítt martækar, en merkilegt verður að telja rætist þessi - sérstaklega vegna þess að hér er veðjað á allt annað veðurlag en ríkt hefur undanfarna mánuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 254
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1366
  • Frá upphafi: 2464318

Annað

  • Innlit í dag: 232
  • Innlit sl. viku: 1182
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband