Fyrstu tíu dagar septembermánaðar

Það fer eftir því við hvað er miðað. Sé horft til áranna 1961-90 eru fyrstu tíu dagar septembermánaðar hlýir, meðalhiti í Reykjavík er 9,2 stig, +1,1 ofan meðallags. Sé horft til síðustu tíu ára eru þeir frekar svalir, hitinn -1,0 stig neðan meðallags. Á langtímavísu voru septembermánuðir áranna 1961-90 mjög kaldir, en fyrrihluti septembermánaða síðustu tíu ára aftur á móti hlýr. Hiti daganna tíu er í 14.sæti (af 18) á öldinni, en í 62.sæti á 142-ára listanum. Hlýjastir voru dagarnir tíu 2010, meðalhiti þá 13,8 stig, en kaldastir voru þeir 1977, meðalhiti 5,7 stig.

Meðalhiti á Akureyri fyrstu tíu dagana segist vera 10,1 stig, þremur stigum ofan 1961-90, en -0,2 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Á landinu hafa dagarnir tíu verið hlýjastir að tiltölu á Brúaröræfum, hiti +0,3 stig ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið í Skaftafelli, -1,6 stig neðan meðallags sömu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 15,6 mm, í tæpu meðallagi, en 7,6 á Akureyri, innan við helmingur meðallags.

Sólskinsstundir hafa mælst 47,1 í Reykjavík - ekki fjarri meðallagi.

röðármán spásvæði
1020189 Faxaflói
320189 Breiðafjörður
420189 Vestfirðir
720189 Strandir og Norðurland vestra
520189 Norðurland eystra
520189 Austurland að Glettingi
720189 Austfirðir
1120189 Suðausturland
1120189 Suðurland
920189 Miðhálendið

Taflan sýnir hvernig hiti daganna tíu raðast meðal almanaksbræðra á öldinni. Kaldast að tiltölu er á Suður- og Suðausturlandi - þar er hitinn í 11. sæti af 18, en hlýjast að tiltölu er á stöðvum við Breiðafjörð, þar eru dagarnir tíu þeir þriðjuhlýjustu á öldinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 2343326

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 371
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband