Hiti ársins - til þessa

Ýmsir velta vöngum yfir því hvort árið 2018 hafi hingað til verið kalt eða hlýtt. Það fer nokkuð eftir sjónarhól manna, bæði hvar þeir eru staddir á landinu sem og hversu mörg ár þeir muna. Þeir sem náið hafa fylgst með tíðarfari í marga áratugi eru - sumir að minnsta kosti - á því að fremur hlýtt hafi verið í veðri - alla vega ekki kalt, en þeir sem aðeins muna veðurlag síðustu 15 til 20 ára - eða tekið í sig að miða við þau - kunna að vera á öðru máli. Íbúum Austurlands hlýtur þó að hafa þótt hlýtt - hvort sem þeir miða við lengri eða skemmri tíma.

Til gamans reiknaði ritstjóri hungurdiska út stöðu meðalhita ársins til þessa á einstökum spásvæðum landsins - miðað við sama tíma á þessari öld. Hlýjasta árið er í 1.sæti, en það kaldasta fær það 18. Taflan er hér að neðan:

sætispásvár spásv
1612018 Faxaflói
1522018 Breiðafjörður
932018 Vestfirðir
1442018 Strandir og Norðurland vestra
852018 Norðurland eystra
562018 Austurland að Glettingi
572018 Austfirðir
1282018 Suðausturland
1692018 Suðurland
16102018 Miðhálendið

Hér má sjá að á Suðurlandi, Faxaflóa og Miðhálendinu er sá hluti ársins sem liðinn sá þriðjikaldasti á öldinni (í 16.sæti af 18) - en aftur á móti er hann sá fimmtihlýjasti á Austurlandi og Austfjörðum. Hiti á öðrum spásvæðum raðast þarna á milli.

Sé litið til lengri tíma kemur í ljós að hitinn í Reykjavík er í 43. sæti á 144-ára listanum - inni í efsta þriðjungi, þeim hlýja. Á Akureyri er hitinn í 17. hlýjasta sæti af 137 og á Dalatanga í fjórðahlýjasta sæti af 80. 

Sæti gætu auðvitað hliðrast lítillega til mánaðamóta - en við lítum á landsmeðaltöl, sumareinkunnir og þess háttar þegar þegar þau eru liðin hjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband