Hlýjar nætur - hvar eru þær flestar á landinu?

Í næsta pistli á undan þessum var spurt um fjölda daga með 20 stiga hita eða meira. Nú lítum við hins vegar á hlýjar nætur. Til að hlutfallstölurnar verði ámóta háar og tuttugustigahlutfallið verður fyrir valinu að telja þá daga (nætur) þegar sólarhringslágmarkshiti fer ekki niður fyrir 11 stig. Við hefðum getað valið einhverja aðra tölu (og gerum það e.t.v. síðar). Sem fyrr er hlutfallið reiknað í þúsundustuhlutum - hversu margar nætur af þúsund er lágmarkshiti 11 stig eða hærri á viðkomandi veðurstöð. 

röðstöðhlutf NAFN
1601242,6 Surtsey
2145339,5 Garðskagaviti
3747532,6 Reykjavík búveðurstöð
4601532,5 Vestmannaeyjabær
5168532,5 Þyrill
63157731,6 Blikdalsá
7147731,5 Reykjavíkurflugvöllur
83194229,8 Kolgrafafjarðarbrú
93157229,5 Akrafjall
103184029,3 Hraunsmúli
11157828,5 Skrauthólar
12147528,4 Reykjavík
133157927,7 Kjalarnes
143612727,3 Hvammur
153613226,9 Steinar
16617624,3 Skarðsfjöruviti
17167323,9 Hafnarmelar
183366123,9 Ólafsfjarðarvegur við Sauðanes
193167423,6 Hafnarfjall (vegagerð)
20148023,5 Geldinganes

Hér má sjá að Surtsey er í efsta sæti þessa lista og því næst Garðskagaviti. Önnur stöðvanna á Veðurstofutúni er í þriðja efsta sæti (hún er í hefðbundnu skýli sem nær aldrei er opnað). Í sætunum þar á eftir koma svo stöðvar á höfuðborgarsvæðinu - eða ekki fjarri sjó um landið suðvestan- og vestanvert. Eina norðurlandsstöðin á þessum topp-20 lista er sú sem kennd er við Ólafsfjarðarveg við Sauðanes. Ritstjóri hungurdiskar er ókunnugur aðstæðum þar og vel er hugsanlegt að eitthvað sé kyndugt við þær. - Reyndar fá vegagerðarstöðvarnar ákveðna forgjöf í þessum leik okkar - við látum eðli hennar liggja á milli hluta hér. 

Aukum við kröfurnar - leyfum ekki að lágmarkshitinn fari niður fyrir 13 stig - verður röðin talsvert önnur er hér að ofan. Siglufjarðarvegur lendir þar í efsta sæti - hlutfallið er reyndar lágt, aðeins 3,6 þúsundustuhlutar, en Krossanesbrautin á Akureyri kemur litlu neðar - með 3,2 þúsundustuhlutar. Þar á eftir kemur Þyrill í Hvalfirði og síðan vegagerðarstöðin við Hafnarfjall í fjórða sæti. Ásbyrgi er í því fimmta. 

Finna má heildarlista (fyrir 11 stiga mörkin) í viðhenginu og geta áhugasamir leikið sér að honum. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Ólafsfjarðarvegur í Ólafsfirði?

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 21:09

2 Smámynd: Björn S Stefánsson

Er Sauðanes í Ólafsfirði?

Björn S Stefánsson, 24.8.2018 kl. 21:15

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Mér skilst (er þó ekki kunnugur) að þetta Sauðanes sé á Ufsaströnd. Þar var bær með þessu nafni - og annar sem hét Sauðaneskot. Annað Sauðanes er vestan Siglufjarðar (þar er mönnuð veðurstöð) og sömuleiðis var mönnuð veðurstöð á árum áður á Sauðanesi utan Þórshafnar á Langanesi.

Trausti Jónsson, 24.8.2018 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 153
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 1978
  • Frá upphafi: 2350714

Annað

  • Innlit í dag: 142
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband