Greiđar leiđir - enn um sinn

Tíđarfar ágústmánađar hefur einkennst af nokkrum lćgđagangi - en lćgđirnar hafa gengiđ greiđa leiđ austur um og hver ţeirra stađiđ stutt viđ - jafnvel fariđ hjá alveg fyrir sunnan land. Svo virđist sem framhald verđi á ţessum háttum, en lćgđirnar samt öllu grófari og meiri en veriđ hefur. Ţeir svartsýnu tala um haustlegan svip - en okkur hinum finnst ţetta vera hluti af venjulegu síđsumri.

w-blogg270818a

Fyrra kort dagsins sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa síđdegis á miđvikudag, 29.ágúst - sem er reyndar höfuđdagurinn sjálfur. Lćgđin sem olli austanátt og úrkomu um landiđ sunnanvert í dag (mánudag) hefur gengiđ greiđa leiđ austurfyrir. Veldur reyndar norđanstrekkingi og úrkomu nyrđra á morgun en syđra rífur smám saman af.

Á miđvikudag nálgast hćđarhryggur úr vestri - norđanáttin ađ mestu gengin niđur og nokkrar líkur á björtu veđri um stóran hluta landsins. Nćsta lćgđ er sögđ viđ Suđur-Grćnland. Hún er í talsverđum vexti, verđur enn ágengari en sú nćsta á undan og veldur bćđi vindi og allmikilli úrkomu á fimmtudag og föstudag - rćtist ţessir reikningar. Ţó ţessi lćgđ verđi stór á hún líka ađ fara frekar hratt hjá.

Ekki hefur mikiđ boriđ á hlýju lofti hér viđ land í ágústmánuđi og enn virđist ekki von á slíku - alla vega standi ţađ ekki lengi viđ ef ţađ kemst hingađ. Norđanáttin milli lćgđanna er frekar svöl - ekki samt afbrigđilega svo. En viđ skulum líta á hitaspá sem gildir á sama tíma og kortiđ hér ađ ofan.

w-blogg270818b

Litirnir sýna hita í 850 hPa. Dekkri blái liturinn táknar hita á bilinu -4 til -6 stig. Ţađ ţýđir vćntanlega ađ eitthvađ snjóar niđur eftir háfjöllum á Norđurlandi - og nćturfrosts er ađ vćnta á stöku stađ á láglendi.

Heildregnu línurnar á kortinu sýna ţykktina. Ţađ er 5360 metra jafnţykktarlínan sem viđ sjáum inni á Norđausturlandi - ţađ ţarf bjart og ţurrt veđur og hćgan vind til ađ búa til nćturfrost í svo mikilli ţykkt - en samt eru allmargir stađir sem leyfa ţađ svona seint ađ sumri. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.12.): 83
 • Sl. sólarhring: 117
 • Sl. viku: 2348
 • Frá upphafi: 1856938

Annađ

 • Innlit í dag: 76
 • Innlit sl. viku: 1934
 • Gestir í dag: 69
 • IP-tölur í dag: 65

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband