22.8.2018 | 23:13
Tuttugustigadagar - hvar eru þeir flestir á landinu?
Við spyrjum nú hvar á landinu þess er helst að vænta að hiti nái 20 stigum. Ritstjórinn kannaði þetta nokkuð ítarlega fyrir mannaðar veðurstöðvar á sínum tíma og birti í ritgerð árið 2003. Við skulum rifja upp þann lista:
röð | stöð | hlutf | nafn | |
1 | 527 | 21,4 | Skjaldþingsstaðir | |
2 | 570 | 19,3 | Egilsstaðir | |
3 | 578 | 17,4 | Birkihlíð | |
4 | 565 | 17,0 | Svínafell | |
5 | 525 | 16,6 | Vopnafjörður | |
6 | 422 | 16,5 | Akureyri | |
7 | 448 | 15,8 | Lerkihlíð í Fnjóskadal | |
8 | 473 | 15,8 | Staðarhóll | |
9 | 590 | 15,7 | Skriðuklaustur | |
10 | 580 | 14,9 | Hallormsstaður | |
11 | 447 | 14,1 | Vaglir í Fnjóskadal | |
12 | 468 | 13,5 | Reykjahlíð við Mývatn | |
13 | 931 | 12,7 | Hjarðarland | |
14 | 484 | 12,6 | Garður II í Kelduhverfi | |
15 | 615 | 10,5 | Seyðisfjörður | |
16 | 562 | 10,4 | Dratthalastaðir | |
17 | 495 | 9,8 | Grímsstaðir | |
18 | 426 | 9,8 | Torfufell | |
19 | 462 | 9,5 | Mýri í Bárðardal | |
20 | 508 | 9,4 | Sauðanes á Langanesi |
Hlutfallsdálkurinn sýnir hversu marga daga af hverjum þúsund það var sem hiti náði 20 stigum eða meira á stöðinni. Með því að deila í þá tölu með þremur má sjá nokkurn veginn hversu marga daga á ári er um að ræða. Skjaldþingsstaðir voru líklegastir með 21,4 prómill daga - eða um sjö á ári að jafnaði. Síðasta árið í þessari talningu er 2002.
Ritstjórinn hefur nú útbúið ámóta lista fyrir sjálfvirku stöðvarnar. Hafa verður í huga að mun hlýrra hefur verið í veðri eftir 2002 heldur en áður var. Sést það greinilega á nýja listanum.
röð | stöð | hlutf | NAFN | |
1 | 4060 | 31,5 | Hallormsstaður | |
2 | 4614 | 30,6 | Ásbyrgi | |
3 | 3371 | 29,6 | Torfur | |
4 | 4271 | 28,3 | Egilsstaðaflugvöllur | |
5 | 3380 | 27,4 | Reykir í Fnjóskadal | |
6 | 3477 | 23,5 | Végeirsstaðir í Fnjóskadal | |
7 | 3696 | 23,2 | Húsavík | |
8 | 1596 | 22,5 | Þingvellir | |
9 | 4303 | 22,5 | Bjarnarflag | |
10 | 3463 | 20,7 | Möðruvellir | |
11 | 6515 | 20,5 | Hjarðarland | |
12 | 5940 | 19,1 | Brú á Jökuldal | |
13 | 6802 | 18,9 | Húsafell | |
14 | 4300 | 17,5 | Mývatn | |
15 | 3591 | 17,5 | Staðarhóll | |
16 | 4455 | 16,3 | Skjaldþingsstaðir | |
17 | 4323 | 15,7 | Grímsstaðir á Fjöllum | |
18 | 6420 | 15,3 | Árnes | |
19 | 4830 | 14,9 | Möðrudalur | |
20 | 5990 | 14,4 | Neskaupstaður |
Hlutfallstalan á Skjaldþingsstöðum hefur reyndar fallið - en á Hallormsstað hafa tuttugustigadagar verið meir en tvöfalt fleiri síðustu 20 árin heldur en var á fyrri tíð. Eina stöðin á Suðurlandi á fyrri lista var Hjarðarland - þar hefur tuttugustigadögum líka fjölgað umtalsvert - úr um 4 í um 7 á ári að jafnaði. Á Akureyri virðist sem stöðin við Krossanesbrautina skili færri tuttugustigadögum heldur en sú við Þórunnarstrætið - kemur það heimamönnum varla á óvart. Fáeinar stöðvar á sunnan- og vestanverðu landinu eru á nýja listanum, allar uppi í sveitum.
Við lítum líka á topp-5 einstakra spásvæða:
Faxaflói | ||||
röð | stöð | hlutf | NAFN | |
1 | 6802 | 18,9 | Húsafell | |
2 | 1881 | 10,1 | Litla-Skarð | |
3 | 31882 | 10,0 | Kolás | |
4 | 1685 | 9,4 | Þyrill | |
5 | 1868 | 8,3 | Fíflholt á Mýrum | |
Breiðafjörður | ||||
1 | 2175 | 13,7 | Ásgarður | |
2 | 2323 | 3,4 | Tálknafjörður | |
3 | 2266 | 3,3 | Reykhólar | |
4 | 31943 | 3,2 | Kolgrafafjörður | |
5 | 32179 | 3,1 | Svínadalur í Dölum | |
Vestfirðir | ||||
1 | 2428 | 5,2 | Bíldudalur | |
2 | 2631 | 1,9 | Flateyri | |
3 | 32635 | 1,9 | Botn í Súgandafirði | |
4 | 2738 | 1,7 | Bolungarvík | |
5 | 2655 | 1,5 | Æðey | |
Strandir og Norðurland vestra | ||||
1 | 3433 | 13,3 | Sauðárkrókur flugvöllur | |
2 | 3242 | 11,8 | Nautabú | |
3 | 3223 | 11,4 | Brúsastaðir | |
4 | 3103 | 7,1 | Haugur | |
5 | 33750 | 6,9 | Siglufjarðarvegur | |
Norðurland eystra | ||||
1 | 4614 | 30,6 | Ásbyrgi | |
2 | 3371 | 29,6 | Torfur | |
3 | 3380 | 27,4 | Reykir í Fnjóskadal | |
4 | 3477 | 23,5 | Végeirsstaðir í Fnjóskadal | |
5 | 3696 | 23,2 | Húsavík | |
Austurland að Glettingi | ||||
1 | 4060 | 31,5 | Hallormsstaður | |
2 | 4271 | 28,3 | Egilsstaðaflugvöllur | |
3 | 5940 | 19,1 | Brú á Jökuldal | |
4 | 4455 | 16,3 | Skjaldþingsstaðir | |
5 | 4830 | 14,9 | Möðrudalur | |
Austfirðir | ||||
1 | 5990 | 14,4 | Neskaupstaður | |
2 | 4180 | 13,8 | Seyðisfjörður - Vestdalur | |
3 | 5975 | 6,7 | Kollaleira | |
4 | 34073 | 4,9 | Fagridalur | |
5 | 5981 | 4,4 | Eskifjörður | |
Suðausturland | ||||
1 | 6499 | 13,3 | Skaftafell | |
2 | 6272 | 7,4 | Kirkjubæjarklaustur - Stjórnarsandur | |
3 | 35305 | 5,3 | Öræfi | |
4 | 5316 | 4,0 | Kvísker | |
5 | 36156 | 4,0 | Mýrdalssandur | |
Suðurland | ||||
1 | 1596 | 22,5 | Þingvellir | |
2 | 6515 | 20,5 | Hjarðarland | |
3 | 6420 | 15,3 | Árnes | |
4 | 6424 | 12,7 | Mörk á Landi | |
5 | 36411 | 12,0 | Skálholt | |
Miðhálendið | ||||
1 | 4019 | 11,3 | Upptyppingar | |
2 | 6657 | 6,5 | Veiðivatnahraun | |
3 | 34335 | 5,3 | Möðrudalsöræfi I | |
4 | 6760 | 5,2 | Þúfuver | |
5 | 6935 | 4,4 | Hveravellir |
Eins og sjá má eru stöðvarnar í fyrsta sæti hvers spásvæðis stundum nokkuð sér á parti innan viðkomandi spásvæðis. Tuttugustigadagar í Húsafelli eru t.d. nærri tvisvar sinnum fleiri heldur en í Litla-Skarði og í Ásgarði í Dölum eru þeir fjórum sinnum fleiri en í Tálknafirði sem er í öðru sæti á Breiðafjarðarspásvæðinu.
Heildarlista má finna í viðhenginu.
Að lokum lítum við á einkennilegt punktarit. Lárétti ásinn sýnir hæð veðurstöðvar yfir sjávarmáli, en sá lóðrétti tuttugustigahlutfallið (sem tíuþúsundustuhluta).
Nöfn langflestra stöðvanna eru ólæsileg - en við höfum einungis áhuga á þeim sem liggja á jaðrinum (myndin verður lítillega læsilegri sé hún stækkuð - eða pdf-viðhengið opnað). Það eru þær stöðvar sem eru tuttugustigagæfastar á sínu hæðarbili. Efst eru stöðvarnar fimm sem skáru sig úr á topplistanum, Hallormsstaður, Ásbyrgi, Torfur, Egilsstaðaflugvöllur og Reykir í Fnjóskadal. Þær fjórar fyrstnefndu eru ekki langt ofan sjávarmáls - þó þær séu ekki við sjó, en Reykir eru í 220 metra hæð yfir sjávarmáli - þar er algengt að hiti nái 20 stigum - þrátt fyrir hæðina.
Ef við síðan fylgjum jaðrinum niður til hægri rekumst við á Bjarnarflag við Mývatn, Brú á Jökuldal, Mývatn, Grímsstaði á Fjöllum, Möðrudal og Upptyppinga. Svartárkot er á svipuðu róli tuttugustigadaga og Upptyppingar þrátt fyrir að síðarnefnda stöðin liggi 160 metrum hærra yfir sjávarmáli.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka þér, Trausti, mjög áhugavert !
Er þetta ekki nánast allt á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi, þessir heitustu staðir?
Ég átta mig ekki enn á sumu þarna (eins og "hlutf." --- hvaða eða hvernig hlutfall áttu við?).
Staðarhóll -- er það ekki sá í Saurbæ (Dal.) eða einhver annar?
En þarna bregður líka fyrir Húsafelli, Þingvöllum, Árnesi, Hjarðarlandi (hvar er það nú aftur á Suðurlandi?) og Skaftafelli.
Ræddu þetta betur og í botn, hr. Margfróður!
Það er annars galli á veðurfregnum að stunddum er ekki sagt í hvaða sveit nefndur bær er, og sama bæjarnafnið getur verið á mörgum bæjum, jafnvel í sömu sýslu (dæmi: Brekka, Bær, Eyri, Nes, Staður, jafnvel Kirkjubær).
Svo eiga engir aðrir en Íslendingar að lesa svo absolút mikilvæga texta sem veðurspána, enginn rangur eða hæpinn framburður eða áherzlur eiga að heyrast þar, sízt fyrir þá hlustendur sem eru úti á sjó í ýmsum veðrum.
Jón Valur Jensson, 23.8.2018 kl. 02:50
Hlutfallið er útskýrt í textanum - fjöldi daga af hverjum þúsund. Staðarhóll þessi er í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hjarðarland í Biskupstungum.
Trausti Jónsson, 24.8.2018 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.