Hæstu hámörk ársins

Fyrir nokkrum dögum birti danska veðurstofan pistil - og mynd sem sýndi tíðnidreifingu hæsta hámarkshita ársins þar í landi. Því var skotið að ritstjóra hungurdiska að birta ámóta mynd fyrir Ísland. Reyndar hefur verið áður um þetta fjallað á hungurdiskum, en í lagi að gera það aftur.

Hæsti árshámarkshiti landsins 1918 - 2017

Talningin nær til 100 ára (1918 til 2017). Lárétti ásinn sýnir hita, talan 20 á við hitabilið 20,0 til 20,9 stig, o.s.frv. Hver súla sýnir hversu mörg árshámörk þessara 100 ára hafi verið ofan tölunnar við botn hennar. Hæsti hámarkshiti ársins hefur alltaf náð 20 stigum, en einu sinni ekki 21 stigi. Hann hefur 97 sinnum náð 22 stigum og 91 sinni 23 stigum. Hann nær að minnsta kosti 25 stigum í um það bil tveimur árum af hverjum þremur (talan 66 á súlu 25), en fer ekki í 27 stig eða meira nema um það bil fjórða hvert ár. Það hefur aðeins gerst í tveimur árum að hann hefur náð 30 stigum. 

Sé þetta borið saman við dönsku tölurnar (sjá tengilinn) kemur í ljós að súlurnar þar eru jafnmargar (11 talsins), en ná til bilsins 26 til 36 stiga - tölurnar að jafnaði 6 stigum hærri heldur en er hér á landi. Þar eru fjórðungsmörk (um 25 prósent) við fjórðu hæstu tölu rétt eins og hér (27 stig á Íslandi, 33 stig í Danmörku). Hæsti hiti sem mælst hefur hér á landi er 30,5 stig, en 36,4 í Danmörku. 

Hér er núlíðandi sumar, 2018, ekki með. Hæsti hiti þess til þessa er 24,7 stig. Við sjáum að það er aðeins þriðja hvert ár sem árangur er jafn „slakur“. 

Við skulum hafa í huga að fyrr á árum var mælinetið mun gisnara heldur en nú er og líklegt að 100 ára mælingar með jafnþéttu neti myndi skila ívið hærri tölum heilt á litið - jafnvel hefðum við fundið 31 stig þar á meðal. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 96
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 2418
  • Frá upphafi: 2413852

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband