Af hitametum í háloftum

Þessi pistill er auðvitað aðallega fyrir nördin - enda nokkuð staglkenndur. Ritstjóri hungurdiska lítur endrum og sinnum yfir háloftaathuganir á Keflavíkurflugvelli og leitar nýrra meta. Skráin sem hann notar er sæmilega heilleg aftur til haustsins 1951 í flestum staðalþrýstihæðum upp í 100 hPa (um 16 km hæð) en aftur til 1973 þar fyrir ofan. Reyndar nær röðin sem inniheldur neðsta flötinn (925 hPa - í um 500-700 metra hæð) aðeins aftur til 1993. 

Engin árshitamet hafa fallið í neðri flötunum á þessu ári, en í hitabylgjunni sunnudaginn var (29.júlí) féll júlíhámarksmet í 925 hPa. Hiti í 925 hPa mældist þá 17,8 stig. Í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 mældist hiti í 925 hPa 18,6 og 18,4 stig (tvær athuganir). Hiti í 850 hPa fór á dögunum hæst í 13,6 stig. Það er trúlega hitamet í júlí, en í skránni er þó ein hærri tala, 13,9 stig sem sett er á 23.júlí 1952 - þykir sú mæling grunsamleg, en ekki hægt að afskrifa hana alveg að óathuguðu máli. 

Hiti hefur tvisvar mælst hærri en 13,6 stig í 850 hPa í ágúst, annars vegar í hitabylgjunni 2004 (14,0 stig) og þann 25. árið 2003 (13,8 stig). 

Þann 25.febrúar féllu árshitamet í bæði 70 hPa (um 18 km) og 50 hPa (um20 km), í fyrrnefnda fletinum fór hitinn í -30,8 stig, það langhæsta sem mælst hefur í þeirri hæð og í 50 hPa fór hitinn í -26,4 stig. Atburður þessi tengdist miklu bylgjubroti í heiðhvolfinu. Ritstjórinn hefur ekki athugað hvort háloftakanninn náði mælingum ofar í lofti (við lægri þrýsting) í þessu tilviki - en alla vega eru ekki met skráð ofar þennan dag. 

Engin lágmarkshitamet hafa verið slegin á árinu í háloftunum yfir Keflavík - til þessa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 21
 • Sl. sólarhring: 79
 • Sl. viku: 1489
 • Frá upphafi: 2356094

Annað

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 1394
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband