Sé rétt reiknađ

Sé rétt reiknađ verđur veđriđ nćstu viku (6. til 12.ágúst) međ nokkuđ öđrum hćtti en algengast hefur veriđ ađ undanförnu. Viđ lítum hér á eftir á háloftaspá evrópureiknimiđstöđvarinnar, en fyrst skulum viđ sjá međalkort júlímánađar (ţökkum Bolla fyrir kortagerđina).

w-blogg030818b

Heildregnar línur sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins í júlímánuđi, en strikalínurnar ţykktina. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Litirnir gefa til kynna hversu mikiđ ţykktin víkur frá međaltali áranna 1981 til 2010. Viđ tökum eftir ţví ađ hiti var ofan međallags í júlímánuđi á mestöllu svćđinu sem kortiđ sýnir - en minnst ţó fyrir suđvestan land. Ţó hlýnađ hafi frá fyrri mánuđum er sem fyrr langhlýjast yfir Skandinavíu og Evrópu norđvestanverđri. 

w-blogg030818a

Síđara kortiđ sýnir spá sem nćr til nćstu viku, 6. til 12.ágúst. Hér hefur skipt um, mestu jákvćđu vikin eru ţar sem hvađ kaldast var fyrr í sumar. Neikvćđ vik fylgja hins vegar norđanátt austan Íslands. Háloftavindar liggja hér úr norđvestri yfir landiđ í stađ ţess ađ hafa veriđ úr suđvestri í mestallt sumar - og líka í júlí eins og sá mátti á fyrra kortinu. Hér er kuldinn austurundan afleiđing norđanáttarinnar sem ţar á ađ ríkja. 

Sé ţessi spá rétt verđa allmargir norđanáttardagar í nćstu viku - međ heldur köldu veđri. Viđ skulum samt vona ađ viđ sleppum viđ alvarlegar árásir úr Íshafinu. 

Reiknimiđstöđin framreiđir síđan spár enn lengra inn í framtíđina. Ţađ er merkilegt ađ spáin fyrir nćstu viku á eftir (13. til 19.) virđist sýna allt falla aftur í sama far og hefur veriđ til ţessa í sumar - sama á síđan viđ sé litiđ enn lengra fram í tímann.  

Eins og venjulega verđur ađ minna á ađ spár eru bara spár, ekki raunveruleikinn sjálfur. Hann kann ađ verđa međ öđrum hćtti. 

En nú er hásumar - um ţađ bil vika í ţá daga ţegar vestanvindar veđrahvolfs á norđurhveli eru í lágmarki ađ međaltali og um ţrjár vikur ţar til vindsnúnings fer ađ gćta í heiđhvolfinu. Fjórar vikur (tćpar) eru til höfuđdags, en ţá fer nýr vetur ađ fćđast á eyjunum miklu norđan Kanada. Um 6 vikur eru í lágmark hafísútbreiđslu norđurslóđa og nćrri sjö til jafndćgra. Ellefu vikur eru eftir af íslenska sumrinu og 20 fram ađ sólstöđum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • w-blogg210319e
 • w-blogg210319d
 • w-blogg210319c
 • w-blogg210319b
 • w-blogg210319a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.3.): 157
 • Sl. sólarhring: 160
 • Sl. viku: 3233
 • Frá upphafi: 1763351

Annađ

 • Innlit í dag: 140
 • Innlit sl. viku: 2959
 • Gestir í dag: 124
 • IP-tölur í dag: 122

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband