Smávegis af hitametum

Hitabylgja gćrdagsins (sunnudag 29.júlí) skildi eftir sig nokkurn metaslóđa. Ađ sjálfsögđu féll fjöldi dćgurhámarkshitameta á einstökum stöđvum - hátt í 50 á ţeim stöđvum sem athugađ hafa í 10 ár eđa meira - ţar á međal í Reykjavík en hámarkshiti dagsins ţar var 23,5 stig á ţeim mćli sem nú er notađur. Kvikasilfursmćlirinn sýndi 22,7 stig. Svokölluđ búveđurstöđ á sama stađ sýndi mest 22,9 stig. Sá skynjari er í skýli af gömlu gerđinni - rétt eins og kvikasilfursmćlirinn. Um ţessar mundir er einnig mćlt á fjórđu stöđinni í reitnum - nefnist „tilraunarstöđ“ - sjálfvirk stöđ annarrar gerđar en hinar - og međ heldur stćrri hólk (skýli) utan um skynjarann. Hún sýndi mest 23,1 stig. Af ţessu má glögglega sjá hversu erfitt er ađ ákvarđa hámarkshitamet nákvćmlega. Á Reykjavíkurflugvelli var hámark gćrdagsins 23,2 stig - ţađ er ekki dćgurmet ţar. 

Á landsvísu var dagurinn sá hlýjasti á árinu, međalhiti í byggđ reiknast 13,5 stig. Ţađ er ađeins tvisvar sem 29.júlí hefur veriđ hlýrri, áriđ 2008 og 2004, 2004 reyndar ómarktćkt hlýrri en nú. Međalhámarkshiti dagsins í byggđ reiknast 19,6 stig og hefur ađeins einu sinni veriđ hćrri 29.júlí. Ţađ var 2008. Ţetta var líka hlýjasti dagur ársins á fjölmörgum veđurstöđvum - enda samkeppnin í sumar ekki mjög hörđ um landiđ sunnan- og vestanvert.

Hámarkshiti á Patreksfirđi mćldist 24,7 stig og er ţađ hćsta hámark ársins til ţessa á landinu. Ţađ er óvenjulegt ađ hćsta hámark ársins sitji á Vestfjörđum og međ nokkrum ólíkindum verđi ţađ endanleg niđurstađa. En enn er langt til loka sumars - og talan ekki mjög há - ţannig ađ góđir möguleikar eru enn á ađ hćrra landshámark sjáist. Sé tekiđ mark á óhreinsuđum listum hefur ţađ tvisvar gerst ađ hćsti hiti ársins hefur mćlst á Vestfjörđum, 1943 og 1962. Tilvikiđ frá 1943 (Lambavatn) er nćr örugglega rangt, og hitt (1962 á Ţórustöđum í Önundarfirđi) er taliđ vafasamt - en ekki alveg útilokađ. 

Mánađarhámarksmet fyrir júlí féllu á nokkrum stöđvum, en flestar ţeirra hafa ţó athugađ í minna en 10 ár og hittu ţví ekki hitabylgjuna miklu í júlí 2008 fyrir. Árshitamet voru sett á fjórum sjálfvirkum stöđvum sem athugađ hafa í meira en 10 ár, á Reykhólum (22,5 stig), á Bjargtöngum (21,6 stig), á Lambavatni (24,1 stig) og í Súđavík (22,4 stig). Talsvert hćrri hiti mćldist ţó á mönnuđu stöđinni á Lambavatni í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 (28,4 stig) - en ţá var ekki komin sjálfvirk stöđ ţar. Hćsti hiti á mönnuđu stöđinni á Reykhólum var 22,7 stig, mćldist í júlí 1976 - engar mćlingar voru ţar í hitabylgjunni í ágúst 2004 - sjálfvirka stöđin hóf athuganir um haustiđ.

Í gćr féll 21 daggarmarkshámarksmet á sjálfvirku stöđvunum. Daggarmark segir til um ţađ hversu mikil vatnsgufa er í lofti. Nákvćmar rakamćlingar eru ađ vísu erfiđar og gćđi ţeirra rakamćla sem notađir eru hér á landi eru mjög misjöfn. Marktćknin er ţví álitamál frá einni stöđ til annarrar og ekki rétt ađ gera allt of mikiđ úr metum af ţessu tagi. 

Ţví er ţó ekki ađ neita ađ 21 stöđ er ţó nokkuđ - og sýnir ađ í raun og veru var loftiđ sem viđ sögu kom sérlega rakt. Óvenjuhlýtt var framan af degi, en síđan fór ađ rigna. Í upphafi rigningarinnar gufađi hún upp á leiđ til jarđar og hćkkađi daggarmarkiđ ört međan á ţví stóđ - rakinn féll beinlínis af himnum ofan. Hćst varđ daggarmarkiđ í Grindavík, 17,1 stig - nýtt met á ţeim stađ. Viđ vitum af fáeinum trúverđugum tilvikum hér á landi međ enn hćrra daggarmarki. 

Mikiđ mćldist af eldingum viđ landiđ í gćr - ađ sögn á fimmta hundrađ. Mun ţađ vera međ mesta móti. Ekki mćlast allar eldingar. Flestar eldingarnar urđu yfir sjó og er ţađ líka óvenjulegt á ţessum árstíma. 

Áhugasömum er bent á pistil um hitabylgjuna sem nimbus ritar á blogg sitt í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 879
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 2413764

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband