Fyrri hluti júlímánaðar

Enn hefur veðurlag haldist í svipuðum farvegi, kalt, úrkomusamt og sólarlítið um landið sunnan- og vestanvert, en óvenju hlýtt hefur verið austanlands.

Þegar 15 dagar eru liðnir af júlímánuði er meðalhiti í Reykjavík 9,6 stig, -0,8 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990 og -2,0 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ár. Þetta er sami meðalhiti og sömu daga árið 2013 og það lægsta á öldinni það sem af er. Á langa listanum er hitinn í 123. sæti af 144. Fyrri hluti júlímánaðar var hlýjastur í Reykjavík árið 1991, meðalhiti var þá 13,5 stig. Kaldastur var hann 1874, meðalhiti 7,7 stig. Nokkur óvissa er þó með þá tölu. Næstkaldast var fyrri hluta júlímánaðar árið 1885, meðalhiti 8,1 stig og 8,2 stig árið 1983.

Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta júlí nú 11,7 stig, +1,4 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990, en +0,8 ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Austfjörðum er fyrri hluti júlí sá hlýjasti á öldinni, en við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Suðurlandi er hann sá næstkaldasti, við Faxaflóa og á Suðurlandi var lítillega kaldara á sama tíma 2013, en 2002 við Breiðafjörð.

Jákvætt hitavik er mest í Neskaupstað, +2,7 stig, en það neikvæða er mest á Hraunsmúla í Staðarsveit, -2,5 stig og -2,3 stig á Bláfeldi í sömu sveit.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 38,8 mm, vel yfir meðallagi, en 26,8 mm á Akureyri - einnig vel yfir meðallagi.

Sólskinsstundir hafa aðeins mælst 18,1 í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni verið færri í fyrrihluta júlímánaðar. Það var 1980.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 346
 • Sl. sólarhring: 353
 • Sl. viku: 1892
 • Frá upphafi: 2355739

Annað

 • Innlit í dag: 323
 • Innlit sl. viku: 1747
 • Gestir í dag: 303
 • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband