Fyrstu 12 vikur sumars

Nú eru liðnar 12 vikur af sumarmisseri íslenska tímatalsins forna. Sem kunnugt er hefur það verið svalt og sólarlítið sunnanlands og vestan, en því betra sem austar dregur á landinu. Hitinn í Reykjavík er með lægra móti, var að vísu enn lægri 2015 heldur en nú. Austur á Dalatanga er þetta hins vegar hlýjasta sumarbyrjun í að minnsta kosti 70 ár, en á Egilsstöðum var hún ámóta hlý og nú árið 2014. Hún er líka með hlýrra móti á Akureyri, en þar má þó finna nokkur dæmi um hærri hita á sama tíma - síðast 2014, og árið 2016 var hann svipaður og nú.

En það er sólarleysið á Suðvesturlandi sem er óvenjulegast.

w-blogg120718a

Sólskinsstundir hafa aðeins mælst 294,6 frá sumardeginum fyrsta, nánast það sama og á sama tíma árið 1914 (287,8 þá), árið áður 1913 voru stundirnar litlu fleiri, en annars eru þessar tölur langt fyrir neðan það minnsta sem annars hefur frést af - með nokkrum ólíkindum satt best að segja. Ólíkindin voru þó ámóta mikil í hina áttina fyrir aðeins sex árum, 2012. Þá mældust 767,9 stundir á sama tíma árs í Reykjavík og 1924 740,9 stundir. 

Hvort lágmarkið í ár er upphaf nýrrar tísku skal ósagt látið - og við getur heldur ekkert sagt af viti um hinar miklu sveiflur undanfarin ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 2348783

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1342
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband