Hlaup úr Fagraskógarfjalli

Ritstjóri hungurdiska þarf í upphafi að minna á að ekki hefur hann sértakt vit á skriðum og berghlaupum. Það hafa hins vegar allmargir jarðfræðingar og vonandi kemur fljótlega í ljós hver orsök hlaupsins mikla úr Fagraskógarfjalli síðastliðna nótt (7.júlí) var.

Jú, það hefur rignt óvenju mikið síðastliðna tvo mánuði og úrkoma í Hítardal hefur mælst um 260 mm frá 1.maí. Á sama tíma árið 1999 mældist hún hins vegar meiri en 300 mm. Auk þess hefur úrkoma ekki verið neitt með afbrigðum undanfarna daga. 

Mjög stórar skriður hafa verið fremur algengar hér á landi á síðustu árum. Furðumargar þeirra hafa tengst rýrnun sífrera. Að sífreri hafi leynst á þessum slóðum í Fagraskógarfjalli kæmi nokkuð á óvart og fyrir aðeins fáeinum árum hefði það verið talið nánast útilokað - en ólíkindalegur sífreri í skriðu norður á Ströndum fyrir nokkrum árum breytti nokkuð líkindalegunni í þessum efnum - úr útilokuðu í eitthvað annað.

Rétt er líka að minnast á annað atriði (þó ritstjórinn sé glórulaus á þeim vettvangi eins og í skriðufræðunum). Þetta svæði er mjög eldvirkt og í Hítardal má finna fjölbreyttar gosmyndanir auk þess sem fleira hefur gengið þar á. Svæðið allt krosssprungið og gengið til auk þess sem þar er athyglisvert vatnafar. Mjög bagalegt er hversu illa er fylgst með Snæfellsnesgosbeltinu með mælum. 

En við bíðum auðvitað spennt eftir mælingum á stærð hlaupsins og greiningu á uppruna þess. Landsmenn mega líka deila áhyggjum með heimamönnum vegna hugsanlegra breytinga á árfarvegum. Afarslæmt er til þess að hugsa að hið sérlega fallega (en lítt þekkta) umhverfi árinnar Tálma geti spillst. Ómögulegt er að segja til um áhrif á laxag0ngur og veiðar á þessu stigi máls - en þau gætu orðið býsna flókin, langvinn og fyrirkvíðanleg. 

s_1974-07-30_grettisbæli

Við ljúkum þessum pistli með því að líta á mynd sem tekin var af Fagraskógarfjalli og hinu svipmikla Grettisbæli á góðviðrisdegi, 30.júlí 1974. Klósigakembur líða um himinn. Aðalhlaupsvæðið er rétt utan myndar - til hægri - sýnist ritstjóra hungurdiska. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þarna er engin eldvirkni að staðaldri. Eldvirkni getur hinsvegar farið þarna um frá Snæfellsnesi í kvikuinnskotum en að á ekki við núna. Svæðið er kross-sprungið vegna þverbrotabeltis sem þarna er (en lítið talað um) og er virkt en skelfur mjög sjaldan. Ekki veit ég hvað olli þessu berghlaupi en ég er viss um að hver svo sem niðurstaðan verður, þá verður hún áhugaverð.

Jón Frímann Jónsson, 8.7.2018 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1493
  • Frá upphafi: 2348738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband