Köld nótt í höfuðborginni (og víðar)

Síðastliðna nótt (6.júlí) var sett nýtt lágmarksdægurmet í Reykjavík - lágmarkshiti fór niður í 3,7 stig (bæði á kvikasilfursmæli og sjálfvirkum). Það eru rúm tíu ár síðan það gerðist síðast - en „ætti“ að gerast að meðaltali rúmlega tvisvar á ári. Aðeins 6 af lágmarksdægurmetum Reykjavíkur eru sett á þessari öld, en hins vegar 146 hámarksdægurmet (sem er auðvitað langt umfram væntingar - ættu að vera um 40). Lágmarksdægurmet voru sett á miklu fleiri stöðvum - má t.d. nefna Keflavíkurflugvöll þar sem athugað hefur verið samfellt síðan 1952, auk 37 sjálfvirkra stöðva sem athugað hafa í 15 ár eða meira (þar er reyndar fjölmargra slíkra meta að vænta árlega).

Það telst líka til (smá-)tíðinda að hiti hefur ekki mælst lægri á Reykjanesbraut (veðurstöðinni að segja) í júlímánuði síðan byrjað var að mæla þar 1995 (en eitthvað vantar þó í röðina - þar með gæti verið lægsti júlíhitinn). Júlílágmarksmet var sömuleiðis slegið á Bíldudal, en þar hefur verið athugað í 20 ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • w-blogg260918a
 • w-blogg250918
 • w-blogg220918-alhvitt
 • w-blogg220918-bjerknes-b
 • w-blogg220918-bjerknes-a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.9.): 534
 • Sl. sólarhring: 813
 • Sl. viku: 3011
 • Frá upphafi: 1688593

Annað

 • Innlit í dag: 500
 • Innlit sl. viku: 2684
 • Gestir í dag: 494
 • IP-tölur í dag: 467

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband