Fremur óvenjulegt

Snöggar loftţrýstisveiflur eru óvenjulegar ađ sumarlagi. Hér á árum áđur ţegar loftţrýstingur var ekki mćldur oftar en á 3 klukkustunda fresti varđ 3 stunda breyting ţrýstingsins ađ einskonar einingu loftţrýstibreytinga. Veđurfrćđingar fengu fljótt tilfinningu fyrir ţví hvađ er lítiđ, hvađ er mikiđ og hvađ er óvenjumikiđ. Á tímum tölvuspáa er ekki alvegjafnmikil áhersla á ţessa einingu lögđ og áđur var. Ţumalfingurregla var ţó ađ sćist breyting upp á 8 hPa eđa meira mćtti vćnta vinds af stormstyrk (20 m/s jafnađarvind) einhvers stađar í nágrenni hennar. 

Breyting um 10 hPa á ţremur klukkustundum er varla óvenjuleg á vetrum ţó mikil sé - enda stormar tíđir á ţeim árstíma. Svo skyndileg ţrýstibreyting er hins vegar sjaldséđ hér á landi nćrri sólstöđum - og fram yfir miđjan ágúst. Ekki er til nein skrá yfir snöggar ţrýstibreytingar eđa met varđandi ţćr eftir mánuđum, en ritstjóri hungurdiska gerđi ţó sér ţađ ómak ađ athuga hversu oft slík breyting fyndist í íslenskum athugunum í síđasta ţriđjungi júnímánađar síđustu 40 árin tćp. Svariđ er aldrei. Vel má vera (og trúlegt) ađ eldri dćmi finnist sé leitađ vel - en viđ látum slíkt biđa betri tíma. 

Tilefni ţessara vangaveltna er veđurkortiđ hér ađ neđan.

w-blogg230618a

Ţađ sýnir sjávarmálsţrýsting (heildregnar línur), ţykkt (daufar strikalínur) og 3 stunda ţrýstibreytingar um hádegi á mánudag 25.júní. Viđ sjáum á kortinu ađ loftvogin hefur risiđ um 11,9 hPa á 3 klukkustundum á bletti rétt norđaustur af landinu. Líklega hittir hámark rissins ekki á landiđ. Eins og áđur sagđi er ris sem ţetta ekki algengt í síđari hluta júnímánađar - trúlega ekki met ţó (en ţađ vitum viđ ekki). Svo er auđvitađ ekki víst ađ spáin rćtist. Ţetta er samt greinilega međ snarpari lćgđum árstímans.

Viđ veitum ţví líka athygli ađ snarpur (allt fremur snarpt) kuldapollur fylgir lćgđinni eftir. Ţykktin er á bletti minni en 5280 metrar - lćgst 5240 metrar. Ekki er ţetta met fyrir síđasta ţriđjung júnímánađar, en samt í neđsta lagi. Ţá sjaldan kuldi sem ţessi sýnir sig viđ landiđ á ţessum tíma árs hefur hann oftast komiđ úr norđri en ekki suđvestri. Viđ leit finnast ţó dćmi frá fyrri árum um svipađa ađkomuleiđ. 

w-blogg230618b

Kortiđ sýnir kuldapollinn vel - ţađ gildir 6 stundum síđar en ţađ fyrra, kl.18 á mánudag. Ţá er lágmarksţykktin orđin 5250 m í miđju pollsins (sjórinn hitar hann ađ neđan) - ekki fjarri meti hitti miđja pollsins á háloftaathugun í Keflavík um kvöldiđ (ólíklegt).  Jafnţykktarlínur eru heildregnar á kortinu. Hiti í 850 hPa er hér um -5 stig ţar sem lćgstur er - líka óvenjukalt í suđvestanátt. Hitinn er sýndur međ litum.

w-blogg230618c

Síđasta kortiđ sýnir háloftalćgđina á mánudagskvöld. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur sýndur međ hefđbundnum vindörvum, en hiti í litum. Frostiđ er -33 stig ţar sem mest er. Ţađ er međ mesta móti á ţessum árstíma - en ekki met samt. 

Ţetta er satt best ađ segja heldur hryssingslegt allt saman. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband