11.6.2018 | 21:38
Norðurhvelsórói
Eins og minnst var á á þessum vettvangi fyrir nokkrum dögum eru háloftakerfi nú að hnikast til - en langt í frá ljóst hvert stefnir því mikill órói er víða á norðurhveli.
Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin gerir ráð fyrir að hún verði síðdegis á miðvikudag 13.júní. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en þykkt er sýnd í litum. Því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið. Gulir og brúnir litir einkenna sumarhlýindi. Mörkin milli þeirra og grænu litanna er við 5460 metra.
Meðalþykkt júnímánaðar yfir Íslandi er um 5420 metrar - sú tala er í ljósasta græna litnum. Eins og sjá má á kortinu (það skýrist nokkuð sé það stækkað) er landið í miðgrænu, en dekksti græni liturinn snertir Vesturland. Þetta þýðir að hita er spáð neðan meðallags hér á landi á miðvikudaginn.
Ekki er hægt að benda á eina orsök þessa óróa - en mikil hlý hæð hefur skotist langt norður um kanadísku heimskautaeyjarnar - nægilega fyrirferðarmikil til að stugga við kuldanum og hrekja hann til allra átta. Góða aðstoð fær hún frá tveimur hlýjum hæðum yfir Síberíu. Einhvers staðar verður kuldinn að vera þannig að hann hörfar undan og kemur nokkuð víða við þessa dagana.
Á netinu sást falleg mynd af snjó í nýlaufguðum birkiskógum Kamtsjatkaskaga (blá ör á kortinu) og sömuleiðis nokkuð óvenjulegar myndir af snjó úr Bresku Kólumbíu í Kanada þar sem kalt loft ruddist suður með ströndinni (önnur blá ör) - lausafregnir herma að það sé eitthvert það kaldasta sem þar hefur lengi sést í júnímánuði. Á báðum þessum slóðum mun þó mesti kuldinn kominn hjá þegar þetta kort gildir.
Ef við lítum nær okkur má sjá að kalda loftið fyrir sunnan okkur er á miðvikudaginn að hitta fyrir hlýja tungu úr suðvestri (rauð ör) vestan við Bretland. Flestar spár gera ráð fyrir því að þar myndist óvenjuöflug lægð sem fari til norðausturs rétt norðan við Skotland og þaðan norðurúr talsvert fyrir austan Ísland. Hún hefur óbein áhrif hér - auðveldar köldu lofti langt að norðan að stinga sér hingað á fimmtudag og föstudag.
Fyrir okkur skiptir líka máli hvað kuldapollurinn vestan við Grænland gerir. Á kortinu er hann á suðurleið - og langtímaspár stinga upp á því að hann æsi upp fleiri djúpar lægðir sunnan Grænlands um eða upp úr næstu helgi. Sem stendur er þeim lægðum spáð beint til okkar - en alltof snemmt er þó að segja til um slíkt. Það er samt ljóst að vikan verður lengst af svöl og sólarlítil um meginhluta landsins - og raunar enga breytingu að sjá svo langt sem greint verður að sinni - en kannski skýin hér suðvestanlands verði eitthvað hærra á lofti en verið hefur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 53
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 1143
- Frá upphafi: 2416322
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 969
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.