2.6.2018 | 21:51
Viðsnúinn maí
Eins og fram hefur komið var nýliðinn maímánuður m.a. óvenjulegur að því leyti að hlýrra var um landið norðaustanvert heldur en suðvestanlands - ekki aðeins að tiltölu heldur líka í hreinum tölum. Svo langt gekk hann meira að segja að meðalhitinn í Reykjavík var 0,1 stigi lægri heldur en meðalhiti landsins alls. Slíkt hefur ekki gerst áður svo vitað sé. Maímeðalhiti í Reykjavík hefur sum sé alltaf hingað til verið hærri heldur en meðalhiti allra byggða landsins saman. Að vísu hefur í fáein skipti munað litlu - t.d. í maí 1936 og maí 1991 þegar munurinn var aðeins 0,1 stig á hinn veginn.
Hæstur varð meðalhiti maímánaðar að þessu sinni á Egilsstöðum. Sá staður hefur aldrei áður verið hæstur í þeim almanaksmánuði - mælt hefur verið samfellt frá 1955 (um tíma reyndar á Eyvindará og inni í þéttbýlinu). Það er ætíð nokkur tilviljun hvaða staður landsins á hæsta hita hverju sinni - og eftir að stöðvum fjölgaði með tilkomu sjálfvirkra mælinga minnka líkur hvers þeirra að hneppa hnossið. Egilsstaðir hafa hingað til hæst komist í fjórða sæti í maí - og það reyndar fjórum sinnum (1984, 1987, 1991 og 1992).
Það hefur gerst 13 sinnum frá 1880 að hæsti meðalhiti maímánaðar hefur lent á svæðinu frá Tröllaskaga í vestri og að Vestrahorni í austri, oftast á Akureyri, en líka á Möðruvöllum, Húsavík, Höfn í Bakkafirði, Hallormsstað (þá ásamt Akureyri) og í Neskaupstað.
Til að meta almenna tíðni maímánaða af þessu tagi skulum við líta á samanburð hita mánaðarins í Reykjavík og á Akureyri allt aftur til 1881, 138 maímánuði alls. Við setjum hann á mynd.
Algengast er að hlýrra sé í Reykjavík, 104 sinnum af 138, fimm sinnum hefur hitinn á stöðvunum verið sá sami, en 29 sinnum hefur verið hlýrra á Akureyri (um fimmta hvert ár). Þau tilvik eru sýnd sem neikvæð á myndinni. Nokkuð óregluleg í gegnum árin, en samt smáklasi upp úr 1930 og þau eru aftur allmörg á tímabilinu 1975 til 1992.
Tilvikið núna er óvenjulegt að því leyti að munurinn er meiri en oftast áður, sá næstmesti á öllu tímabilinu eða 1,6 stig, var meiri 1991 (2,0 stig) en annars minni. Sá maímánuður sem nokkuð sker sig úr á fyrsta hluta tímabilsins er 1896, en þá mældist úrkoma í Reykjavík einmitt nærri því eins mikil og nú (munurinn reyndar ómarktækur). Úrkoma var líka mjög mikil í Reykjavík í maí 1991 (munur líka ómarktækur).
Þá mánuði þegar munurinn er mikill á hinn veginn (mun kaldara er á Akureyri heldur en í Reykjavík) var málum oftast þannig háttað að norðanátt var mikil - eða þá að hafísbrælur héldu hita niðri um landið norðanvert - en ekki syðra.
Leitni eða hneigð er varla að finna.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 77
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 1998
- Frá upphafi: 2412662
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1749
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.