Fyrstu tíu dagar maímánaðar

Tíu dagar eru nú liðnir af maímánuði. Þeir hafa flestir verið fremur kaldir. Meðalhiti í Reykjavík er nú 3,8 stig, -0,9 stigum neðan meðallags sömu daga 1961-1990, en -2,2 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Dagarnir tíu eru í 16.hlýjasta sæti á öldinni, þeir voru kaldari 2003 og 2015. Sé borið saman við sömu daga lengra aftur er hitinn í 100.sæti af 144 þekktum. Dagarnir tíu voru hlýjastir 1939, þá var meðalhiti í Reykjavík 9,1 stig, en kaldastir 1979, meðalhiti -1,0 stig.

Hlýrra hefur verið um landið norðaustan- og austanvert. Meðaltal fyrstu tíu dagana á Akureyri er 4,8 stig, -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Austur á Dalatanga er hiti vel yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Að tiltölu hafa dagarnir tíu verið hlýjastir á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, hiti +1,7 stig ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast að tiltölu hefur verið á Fjöllum og heiðum á Vestfjörðum, hiti -2,7 stig neðan meðaltals á nokkrum stöðvum þar. Í byggð hefur verið kaldast að tiltölu í Árnesi, -2,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 31,9 mm, um það bil tvöfalt meðallag. Sólskinsstundir 51,3, heldur færri en í meðalári.

Loftþrýstingur hefur verið óvenjulágur miðað við árstíma, meðaltalið í Reykjavík er 989 hPa. Meðaltal fyrstu tíu daga maímánaðar hefur aðeins einu sinni verið lítillega lægra en nú. Það var 1934 (988 hPa) og sömu daga 1964 var þrýstingurinn aðeins lítillega hærri en nú (992 hPa). Finna má fleiri tíudagatímabil innan maímánaðar með ámóta stórum neikvæðum þrýstivikum - önnur en nákvæmlega fyrstu tíu dagana - en við látum vera að leita þau uppi með smásjá - fyrst við fundum hina sambærilegu daga 1934. Við skulum sjá til hvernig úthaldið verður afgang mánaðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1646
  • Frá upphafi: 2349606

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1492
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband