Fyrstu tíu dagar maímánađar

Tíu dagar eru nú liđnir af maímánuđi. Ţeir hafa flestir veriđ fremur kaldir. Međalhiti í Reykjavík er nú 3,8 stig, -0,9 stigum neđan međallags sömu daga 1961-1990, en -2,2 stig neđan međallags síđustu tíu ára. Dagarnir tíu eru í 16.hlýjasta sćti á öldinni, ţeir voru kaldari 2003 og 2015. Sé boriđ saman viđ sömu daga lengra aftur er hitinn í 100.sćti af 144 ţekktum. Dagarnir tíu voru hlýjastir 1939, ţá var međalhiti í Reykjavík 9,1 stig, en kaldastir 1979, međalhiti -1,0 stig.

Hlýrra hefur veriđ um landiđ norđaustan- og austanvert. Međaltal fyrstu tíu dagana á Akureyri er 4,8 stig, -0,2 stigum neđan međallags síđustu tíu ára. Austur á Dalatanga er hiti vel yfir međallagi síđustu tíu ára.

Ađ tiltölu hafa dagarnir tíu veriđ hlýjastir á Skjaldţingsstöđum í Vopnafirđi, hiti +1,7 stig ofan međallags síđustu tíu ára, en kaldast ađ tiltölu hefur veriđ á Fjöllum og heiđum á Vestfjörđum, hiti -2,7 stig neđan međaltals á nokkrum stöđvum ţar. Í byggđ hefur veriđ kaldast ađ tiltölu í Árnesi, -2,5 stig neđan međallags síđustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 31,9 mm, um ţađ bil tvöfalt međallag. Sólskinsstundir 51,3, heldur fćrri en í međalári.

Loftţrýstingur hefur veriđ óvenjulágur miđađ viđ árstíma, međaltaliđ í Reykjavík er 989 hPa. Međaltal fyrstu tíu daga maímánađar hefur ađeins einu sinni veriđ lítillega lćgra en nú. Ţađ var 1934 (988 hPa) og sömu daga 1964 var ţrýstingurinn ađeins lítillega hćrri en nú (992 hPa). Finna má fleiri tíudagatímabil innan maímánađar međ ámóta stórum neikvćđum ţrýstivikum - önnur en nákvćmlega fyrstu tíu dagana - en viđ látum vera ađ leita ţau uppi međ smásjá - fyrst viđ fundum hina sambćrilegu daga 1934. Viđ skulum sjá til hvernig úthaldiđ verđur afgang mánađarins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • ar_1889p
 • ar_1889t
 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.10.): 38
 • Sl. sólarhring: 254
 • Sl. viku: 1372
 • Frá upphafi: 1698447

Annađ

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1157
 • Gestir í dag: 30
 • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband