Vetrarhiti 2017 til 2018

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, 19.apríl. Við hæfi er því að reikna meðalhita íslenska vetrarins að fornu tali og bera saman við fyrri vetur. Við byrjum á Reykjavík.

Meðalhiti íslenska vetrarins í Reykjavík 1872 til 2018

Meðalhiti vetrar 2017 til 2018 reiknast 1,3 stig. Er það ívið lægra en algengast hefur verið á öldinni, en eins og myndin sýnir hefði þessi vetur þó talist með þeim hlýjustu fyrir aldamót. Við getum líka tekið eftir því að breytileiki vetrarhita á þessari öld er mun minni en var á hlýskeiðinu um og fyrir miðja 20.öld - þá komu bæði hlýir og kaldir vetur. Á kuldaskeiðinu eftir 1965 komu hins vegar nær engir hlýir vetur - síðan hefur þá köldu vantað - hljóta þó að sýna sig um síðir. 

Meðalhiti íslenska vetrarins á Akureyri 1937 til 2018

Við eigum daglegan meðalhita ekki á lager á Akureyri nema aftur til ársins 1936, en mánaðarmeðaltöl eru hins vegar til. Við vitum að fyrir 1920 var oftast kalt á Akureyri rétt eins og í Reykjavík. Þessi mynd byrjar hins vegar þar nokkuð er komið inn í hlýskeiðið. Meðalhiti vetrarins nú var 0,2 stig á Akureyri. Þetta er hærri hiti en oftast var fyrir 2002. 

Þó gormánuður hafi verið frekar kaldur og enginn hinna vetrarmánaðanna beinlínis hlýr tókst þessum mánuðum samt að þoka hitanum upp fyrir langtímameðaltöl. 

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum gleðilegs sumars og þakkar góðar undirtektir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 219
 • Sl. sólarhring: 256
 • Sl. viku: 1998
 • Frá upphafi: 2347732

Annað

 • Innlit í dag: 192
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 186
 • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband