Vestanloftið hörfar (væntanlega) á ný

Að undanförnu hefur vestanloft nokkrum sinnum sótt í átt til landsins en þurft að láta undan síga. Veðurnörd hafa með nokkurri ánægju fylgst með þessum (hæglátu) átökum. Nú er þetta að gerast rétt einu sinni. Kuldaskil koma úr vestri - ná kannski inn á landið um stund en hörfa svo aftur til vesturs. 

Spár gera í augnablikinu (að kvöldi 11. apríl) ráð fyrir því að skilin nái sinni austustu stöðu í fyrramálið (fimmtudag) - en harmonie-spárnar tvær fara mislangt með þau.

Lítum fyrst á dönsku harmonie-iga spána. Kortið gildir kl.11 á fimmtudag - skilin þá í sinni austustu stöðu að mati líkansins.

w-blogg110418a

Austan skilanna er ákveðin sunnan- og suðaustanátt, en mjög hæg norðvestlæg átt vestan þeirra. Líkanið segir skilin ná inn á vesturhluta Reykjavíkur áður en þau fara að hörfa aftur til vesturs. Auk munar í vindátt og vindhraða munar líka nokkru í hita lofts austan og vestan skila. 

Harmonie-líkan Veðurstofunnar er nærri því sammála - en ekki alveg.

w-blogg110418b

Hér eru skilin líka í sinni austustu stöðu - en ná aðeins að Strandarheiði áður en þau hörfa aftur til vesturs - og hér er klukkan 10. 

Í reynd er þetta sáralítill munur - en skemmtilegur samt. Vestanloftið mun gera enn eina tilraunina á laugardaginn - hvernig skyldi fara þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 87
 • Sl. viku: 1036
 • Frá upphafi: 2354700

Annað

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 921
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband