Vestanáttin nálgast - en hefur það líklega ekki

Eindregnar austlægar áttir hafa verið ríkjandi í þessum mánuði - og engin alvöru vestanátt sýnt sig þó rétt hafi andað af vestri stund og stund síðustu vikuna. 

w-blogg240318a

Kortið hér að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á mánudag (26. mars). Þá leitar kalt loft úr vestri af nokkrum þunga inn á Grænlandshaf og í átt til okkar. Austanloftið heldur hins vegar vel á móti svo úr verður nokkur spenna.

Spár gera ráð fyrir því að megnið af kalda loftinu fari til suðausturs án þess að komast nokkru sinni hingað, en aftur á móti er alveg mögulegt að hluti þess nái að troða sér inn á landið suðvestanvert á aðfaranótt þriðjudags. Það stendur reyndar svo glöggt að spennings gætir meðal þeirra sem ákafast fylgjast með veðri. 

Á undan skilunum er landsynningshvassviðri - vonandi ekki mikið meira en það - með rigningarslagviðri og hugsanlegum leiðindum á heiðavegum og við fjöll. Á eftir skilunum er hægur vindur og snjókoma eða slydda. Nú gæti svo farið að skilin taki upp á því að hreyfast fram og til baka um stund - áður en þau hörfa svo aftur á haf út. Alltaf dálítið sérkennilegt - þó varla sé hægt að kalla mjög óvanalegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband