Stuttar fréttir af bláa blettinum

Spurt hefur verið um líðan „bláa blettsins“, en það nafn fengu eitt sinn neikvæð sjávarhitavik í Norður-Atlantshafi. Þau urðu mjög áberandi eftir veturinn 2013 til 2014 og bættu enn í sig næsta vetur þar á eftir en hafa síðan aðallega verið á hægfara undanhaldi. Síðastliðið haust mátti heita að þau væru horfin. Það var þó áður en vindar vetrarins fóru að blanda upp þeim sjó sem hlýnaði að sumarlagi og því sem undir lá, leifunum af neikvæða vikinu. 

Í vetur hafa lengst af ríkt væg neikvæð vik á svæðinu fyrir sunnan og suðvestan land, svipað og sjá má á kortinu hér að neðan. Þetta er reyndar spá um sjávarhitavik næstu viku, en ekki mun muna miklu á þeim og raunveruleikanum hvað sjávarhita varðar.

w-blogg230318a

Bláu litirnir sýna neikvæð vik, sá ljósasti reyndar svo væg að varla er að telja, á bilinu -0,2 til -1,0 stig. Stærri neikvæð vik en -1,0 er aðeins að finna á örlitlu svæði nærri 58 gráðum norður, 30 gráðum vestur. Norðursjór er hins vegar mjög kaldur sem stendur vegna ríkjandi austankulda að undanförnu.

Einnig eru allstór, en ekki umfangsmikil, neikvæð vik undan Vestur-Grænlandi. Gagnagrunnur sá sem notaður er til samanburðar við reikning vikanna er þó mjög ótryggur rétt við ísjaðarinn og á þeim svæðum sem venjulega eru ísi þakin. Ís hefur hins vegar verið með mesta móti við Vestur-Grænland og búast má við neikvæðum vikum þar þegar hann fer að bráðna að ráði - en gætu jafnað sig snemmsumars ljúki bráðnun fyrir þann tíma. 

Hins vegar eru enn allstór jákvæð hitavik í sjávaryfirborði fyrir norðan land, allt til Svalbarða og sömuleiðis um þessar mundir suður og austur af Nýfundnalandi. Ís er með allra minnsta móti austan Grænlands um þessar mundir. 

Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni í vor og sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Takk fyrir fréttirnar af frávikinu kalda! En svona af hreinni forvitni, kortið sýnir frávik, en frávik frá hverju? Meðaltali 1980-2010 eða einhverju öðru tímabili?

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.3.2018 kl. 06:06

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Hér er miðað við tímablið 1981 til 2010.

Trausti Jónsson, 23.3.2018 kl. 09:19

3 identicon

Takk fyrir þetta Trausti. Nú hefur þessi blái blettur varað í nokkur ár þó hann sé á undanhaldi eins og þú bendir á. Er það ekki rétt munað hjá mér að þú hafir einhverntímann minnst á að orskakir þessa bláa svæðis séu ókunnar. Jákvæðu vikin fyrir norðan land eru mjög áberandi á þessarri mynd en eitthvað hefur verið fjallað um að kaldur sjór sé í fjörðum vestra m.a. í tengslum við fiskidauða í fiskeldi. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 24.3.2018 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband