Staðan eftir fyrstu 20 daga marsmánaðar

Talsverð umskipti urðu í veðrinu fyrir viku, það hlýnaði alla vega umtalsvert þannig að hiti í mánuðinum er sem stendur ofan við meðallag síðustu tíu ára víða á landinu, þar á meðal í Reykjavík. Meðalhiti fyrstu 20 dagana er þar +1,6 stig og er það +0,4 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ára og +0,9 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og í 7. sæti hita á öldinni. Á 144-ára listanum er hitinn í 40. sæti.

Dagarnir 20 voru í Reykjavík hlýjastir 1964, meðalhiti þá 6,4 stig, en kaldastir voru þeir 1891, -5,8 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 dagana -0,3 stig, -0,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, en +0,6 ofan meðallags áranna 1961-1990.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Þingvöllum, hiti +0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast að tiltölu hefur verið á Hveravöllum, -0,9 stig neðan meðallags.

Mánuðurinn telst enn mjög þurr syðra, úrkoma hefur mælst 9,8 mm í Reykjavík og er það um 15 prósent meðalúrkomu. Sömu dagar hafa aðeins fimm sinnum sýnt minni úrkomu en nú, síðast 1999. Úrkoma norðanlands er ofan meðallags.

Sólskinsstundir hafa ekki mælst margar síðustu daga í Reykjavík, en eru þó orðnar 105,2 og hafa mælst fleiri aðeins fimm sinnum, flestar 1947, 142,9.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 221
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1795
  • Frá upphafi: 2350422

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 1598
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband