Meðalháloftakort ársins 2017

Við lítum nú á kort sem sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins á Norður-Atlantshafi árið 2017 og vik hennar frá meðallagi áranna 1981 til 2010.

w-blogg210318a

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, en litir sýna hversu mikið hún víkur frá meðallagi. Bleiku litirnir vísa á hæð yfir meðallagi, en bláir sýna hvar hún var undir því. Af vikamynstrinu má ráða afbrigði háloftavinda. 

Jákvæð vik eru ráðandi á mestöllu svæðinu. Hvort við sjáum hér hina almennu hlýnun veðrahvolfsins eða eitthvað meira staðbundið getum við ekki sagt út frá þessari einu mynd. Hin almenna hlýnun ein og sér belgir veðrahvolfið út og hækkar þar með alla háloftafleti. Segjast menn hafa séð þessa hækkun í heimsmeðaltölum. 

Staðbundin hæðarvik og vikamynstur ráða mjög miklu um hitafar frá ári til árs. Ef jákvæð vik eru meiri fyrir norðan land en sunnan, eins og hér, táknar það að austlægar áttir hafa verið algengari í háloftum en þær eru að jafnaði. Við slík skilyrði er úrkoma tiltölulega mikil austanlands miðað við meðallag, en minni vestanlands. Austlægu áttirnar eru að jafnaði hlýrri en þær vestlægu. 

Árið áður, 2016, var austanátt líka meiri en að meðaltali á árunum 1981 til 2010.

arsskyrsla_2016-hlyindi-a

Hér mótaði „kaldi bletturinn“ sunnan Grænlands kortið að nokkru, sem hann gerði hins vegar ekki á síðasta ári. En austlægar áttir voru líka mun tíðari en venjulega árið 2016 og við landið er háloftastaðan býsnalík. Hæðarvikið þó lítillega meira 2016 heldur en 2017. 

Þykktarvik (ekki sýnd hér) voru líka ívið meiri 2016 heldur en 2017 og fyrra árið aðeins hlýrra heldur en það síðasta - á landsvísu munaði 0,3 stigum á árunum tveimur. 

Meira munar greinilega á árunum austur í Skandinavíu þar sem norðanáttir virðast hafa verið mun tíðari 2017 heldur en var 2016 og hæðin líka minni. 

Ekkert vitum við um þróunina næstu árin, en vísast mun veðrið eins og venjulega taka upp á einhverju óvæntu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 402
  • Sl. viku: 1581
  • Frá upphafi: 2350208

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1454
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband