Fremur hlý suðaustanátt

Nú er helst útlit fyrir að fremur hlý suðaustanátt verði ríkjandi hér á landi næstu daga. Hún er með óvenjulegra móti að því leyti að lægðasveigur er lítill, jafnvel að hæðarsveigs gæti. Það þýðir að úrkoma verður langmest áveðurs við fjöll (eins og suðaustanlands), en mun minni í landvindinum. Þar sem þurrt verður og jörð er auð gæti hiti komist furðuhátt einhvern næstu daga, jafnvel í tveggja stafa tölur þar sem best lætur - og er það óvenjulegt á þessum tíma árs.

Hér að neðan er spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á föstudag. 

w-blogg150318a

Hér er lægðin fyrir sunnan landið farin að grynnast og farið að draga úr vindi og úrkomu hér á landi. Enn rignir þó talsvert suðaustanlands sé að marka spána.

Öflug hæð er yfir Skandinavíu og beinir hún mjög köldu lofti til vesturs um Evrópu norðanverða. Það verður komið til Danmerkur á föstudag, en heldur síðan áfram til Englands, Frakklands og jafnvel suður til Spánar. 

Ekki vitum við enn hversu lengi hlýindin endast hér á landi né heldur hvað tekur við af þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 184
 • Sl. sólarhring: 424
 • Sl. viku: 1874
 • Frá upphafi: 2355946

Annað

 • Innlit í dag: 170
 • Innlit sl. viku: 1744
 • Gestir í dag: 168
 • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband