Hægur dagur - en síðan nokkuð ruddalegt útlit

Mikill óróleiki ríkir nú bæði í veðrahvolfi og heiðhvolfi - hálfgerð ormagryfja. Reiknimiðstöðvar eiga ekki auðvelt með að ráða við framtíðarstöðuna - dálítið merkilegt að í dag voru þær meira sammála um veðrið eftir tíu daga heldur en um það hvað mun eiga sér stað fram að þeim tíma. Sannleikurinn er sá að ekkert þýðir að tala um smáatriði málsins - nema það að veður morgundagsins (laugardags 17.) virðist ætla að vera nokkuð meinlaust hér á landi - og sömuleiðis að hann muni ganga í landsynning á sunnudag. 

Fyrsta kortið sýnir stöðuna á sunnudagskvöld með augum evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg160218a

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting - af þeim má ráða að landsynningurinn sé í hámarki. Daufar strikalínur sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litirnir sýna hins vegar hvernig hún hefur breyst síðustu 12 klukkustundirnar, þeir gulu og brúnu hvar hlýnað hefur, þeir bláu þekja svæði þar sem hiti hefur lækkað. Vindörvar sýna vindhraða og stefnu í 700 hPa-fletinum (í um 3 km hæð). 

Að afloknum landsynningi tekur við heldur hægari sunnanátt með kólnandi veðri - og að lokum útsynningur. 

Reiknimiðstöðin telur nú að næsta lægð á eftir verði hér á miðvikudag - gerir talsvert úr henni eins og sjá má á næsta korti.

w-blogg160218b

Henni fylgja einnig töluverð hlýindi sem verða í hámarki þegar kortið gildir, á hádegi á miðvikudag. En rétt er að geta þess að bandaríska veðurstofan gerir ekki mikið úr þessari lægð - sendir hana mun grynnri yfir landið austanvert - reyndar líka á miðvikudag en rætist sú spá hlýnar hvorki að marki né hvessir vestanlands. Á þessu stigi dettur okkur ekki í hug að taka afstöðu til þess hvor spáin er rétt - ef til vill hvorug.

Þriðja lægðin er svo enn óvissari.

w-blogg160218c

Blaut, hlý og hvöss reynist þetta rétt og kemur á föstudag. Mögulegt, jú, en varla verður þetta samt svona. Hér má hins vegar taka vel eftir hæðinni yfir Suður-Noregi. Í augnablikinu virðist sem samkomulag sé um að hún brjóti sér leið til vesturs og gjörbreyti veðurlagi hér á landi frá því sem verið hefur. Ekkert vitum við um það - en bíðum auðvitað spennt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband