Af fyrri hluta febrúarmánaðar

Febrúar hálfnaður, nokkuð kaldur miðað við hin síðari ár. Meðalhiti í Reykjavík er -0,7 stig, -0,3 stigum neðan meðallagsins 1961-1990, en -1,8 undir meðallagi síðustu tíu ára. Hann er í 14. hlýjasta sæti (af 18) á öldinni. Sömu dagar voru mun kaldari bæði 2002 og 2009 og auk þess voru þeir líka kaldari en nú 2008 og 2016.

Sé lítið til lengri tíma er mánuðurinn hingað til í 83. sæti af 144 á langa listanum. Fyrri hluti febrúar var hlýjastur 1932, meðalhiti var þá +4,5 stig, en kaldast var 1881, meðalhiti -5,9 stig.

Á Akureyri er meðalhiti það sem af er mánuði -0.8 stig, +1,7 stigum ofan meðallags 1961-1990, en -0,8 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið kaldast í Hvammi undir Eyjafjöllum, hiti -2,9 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Sauðárkróksflugvelli þar sem hiti er nú -0,1 stigi neðan meðallags sama tíma.

Úrkoma hefur verið í meira lagi, hefur mælst um 57 mm í Reykjavík (20 prósent umfram meðallag síðustu 10 ára), en 47 mm á Akureyri og er það um 70 prósent umfram meðallag.

Snjór hefur verið með meira móti á stöku stað - en virðist þó mjög misdreifður - sums staðar er mjög lítill snjór.

Nokkuð hefur verið illviðrasamt í mánuðinum til þessa, og fjórir dagar hans marið að komast inn á stormdagaskrár ritstjóra hungurdiska - það er með meira móti í febrúar. Tiltölulega lágur hiti, snjór og hvassir vindar hafa valdið því að skafrenningur er trúlega með meira móti - sérstaklega á fjallvegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 358
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 1674
  • Frá upphafi: 2350143

Annað

  • Innlit í dag: 319
  • Innlit sl. viku: 1522
  • Gestir í dag: 310
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband