Enn um fyrstu viku góu

Fyrir viku horfðum við á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um meðalsjávarmálsþrýsting og þrýstivik á Norður-Atlantshafi í fyrstu viku góu (19. til 25. febrúar). Við förum aftur á sömu slóðir - en með nýja spá reiknimiðstöðvarinnar að vopni.

w-blogg130218a

Spáin er nú talsvert breytt frá því fyrir viku - þá hallaði hún sér að norðaustlægum áttum, en nú er áttin eindregið suðlæg. Leifar köldu lægðarinnar sem plagað hefur okkur að undanförnu húkir enn í skjóli Grænlands - en mikil háþrýstisvæði er austurundan. 

Kortið er hins vegar meðaltal 51 spárunu - og heillar viku þar að auki. Margt getur leynst í þeirri súpu allri. - En ef rétt reynist er þetta samt töluverð breyting frá núverandi veðurlagi. Kalda loftið að vestan hefur hér alla vega átt lengri leið suður á bóginn áður en það kemur hingað og þrýstingur kominn í meðallag í stað þess að vera undir því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 2343356

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband