Gervihnattamynd kvöldsins

Lítum á gervihnattamynd kvöldsins (sunnudag 11. febrúar).

w-blogg110218z

Þetta er hitamynd - því hvítari - því kaldara. Gula örin bendir á hríðarbakkann yfir landinu sunnanverðu sem treglega gengur að fullhreinsa burt - en það gerist samt um síðir.

Græna örin bendir á nokkuð snarpt illviðri yfir Danmörku og Suður-Noregi - plagar eitthvað þar um slóðir. Sú rauða bendir hins vegar á vaxandi lægð sem á að fara yfir landið úr suðaustri aðra nótt - aðfaranótt þriðjudags. Hún hefur sett upp hatt - sem slíkt þykir vaxtarmerki - sérstaklega þegar stefnt er inn í svæði þéttra éljaklakka. Aftur á móti er ekki mikið af hlýju lofti - með veðrahvarfatengsl með í spilinu - og lægðin er ekki sérlega stór. 

Ætli það sé nú samt ekki rétt að gefa henni gaum - henni fylgir ábyggilega leiðinda skafrenningur - vonandi hittir hann samt aðallega á nóttina. Um hádegi á þriðjudag er því spáð að lægðin verði komin vestur fyrir land og þá batni um stund þar til svo næsta lægð fer að hafa (ill) áhrif snemma á öskudagsmorgni. Kannski verður öskubylur á öskudag sem svo á sér 18 bræður á föstunni? - eða á síðdegisöskudagsveðrið sér frekar 18 bræður? - eða hvað? Hinn nútímalegi Valentínus verður líka á ferð á sama tíma - kannski kemur hann á hvítum hesti? Aldrei að vita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

 • w-blogg140219a
 • w-blogg130219a
 • w-blogg120219a
 • w-blogg100219a
 • w-blogg070219a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.2.): 557
 • Sl. sólarhring: 695
 • Sl. viku: 3431
 • Frá upphafi: 1749916

Annað

 • Innlit í dag: 488
 • Innlit sl. viku: 3045
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 441

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband