11.2.2018 | 01:06
Hringekjan heldur áfram að snúast
Lægðin sem valdið hefur illviðri á landinu í dag (laugardag) virðist í aðalatriðum ætla að fara hringinn í kringum landið - fór í dag vestur með Norðurlandi, en í nótt og framan af degi á morgun suður með Vesturlandi og síðan austur með Suðurlandi - og svo jafnvel norður með Austurlandi og vestur með Norðurlandi aftur. Furðumeikill vindstrengur fylgir í vestur- og suðurjöðrum lægðarinnar - nú og svo er auðvitað venjubundin norðaustanstrengur um Grænlandssund sem alltaf þarf að fylgjast með.
Þessi lægð verður að mestu búin að ljúka sér af á mánudag og útlit fyrir sæmilegan frið þann dag.
Kortið gildir síðdegis á mánudag. Þá er hins vegar ný lægð komin á vettvang suðaustan við landið. Hún er ekki enn orðin til í raunheimi nú á laugardagskvöldi þegar þessi texti er sleginn inn. Við trúum líkaninu samt - svona í aðalatriðum að minnsta kosti. Þessi nýja lægð er minni um sig en hin fyrri og er spáð yfir landið með leiðindaveðri á aðfaranótt og nokkuð fram eftir degi á þriðjudag. Þá má aftur búast við skafrenningi víða á vegum og samgönguröskunum þótt vonandi verði allt ívið vægara en var í dag og verður á morgun.
Svo sjáum við enn nýja lægð vestur við Labrador - hún á að koma hingað síðar í vikunni - en er stærri um sig og líklega hlýrri þó henni sé spáð fyrir sunnan land - jafnvel gæti hlánað eitthvað um stund - án þess að til sunnanáttar komi.
Frekari framtíð er afskaplega óráðin - reiknimiðstöðvar hrökkva stórlega til frá einni spárunu til annarrar. - Allt opið sumsé.
Spáð er miklum hlýindum í heiðhvolfi - allt niður að veðrahvörfum þegar kemur fram í miðja viku. Ekki þó methlýindum hér yfir okkur - en samt nokkuð óvenjulegum. Febrúarmetið í 100 hPa hlýindum yfir Keflavík er -38,3 stig, en evrópureiknimiðstöðin spáir -40 í þeim fleti á miðvikudag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.2.): 557
- Sl. sólarhring: 695
- Sl. viku: 3431
- Frá upphafi: 1749916
Annað
- Innlit í dag: 488
- Innlit sl. viku: 3045
- Gestir í dag: 458
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir fróðleik Trausti. Snúin lægð og lægðarbólur. Hvernig var með lægðina miklu í október 1995, sem olli óveðrinu og snjóflóðum fyrir vestan, var hú ekki á svipuðu róli. Fór fyrir sunnan land og keyrði svo vestur með Norðurlandi en þó sennilega ekki eins langt vestur. Ekki ætla ég þó að líkja þessu núna við viðbjóðinn sem var í veðrinu 1995. Veðrið þá var alveg sér kapituli útaf fyrir sig.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 13:17
Súðavíkurlægðin fór ekki ósvipaða leið en veður var verra - bæði varð hvassara og einnig var úrkoma mun meiri en nú. Síðan kom önnur ámóta vond lægð strax ofan í þannig að veðrið stóð dögum saman.
Trausti Jónsson, 11.2.2018 kl. 13:34
Er það bara ég, eða eru óvenju margar lægðir þennan veturinn að "bakka yfir landið" þ.e. fara í NA-átt sunnanvið eða yfir suðausturland og "bakka" síðan í vestur eða suðvestur yfirlandið aftur?
Jón G. Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 15:32
Þessi lægðaleið virðist í tísku um þessar mundir - tíska sem alloft kemur upp en er samt ekki sú algengasta.
Trausti Jónsson, 11.2.2018 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.