28.1.2018 | 13:40
Áratugurinn 1911 til 1920 - 4
Hér kemur erfiðasti pistillinn í þessum flokki og krefst nokkurrar athygli lesenda - ekki fyrir alla, sum sé.
Engar háloftaathuganir eru til frá þessum tíma og því verður að ráða í háloftaástandið með óbeinum hætti. Það hefur m.a. verið gert með því að safna saman sem flestum loftþrýsti- og sjávarhitamælingum frá þessum tíma og með þeim er síðan giskað á stöðu veðrakerfa - þar með stöðuna í háloftunum með aðstoð veðurlíkana. Mesta furða er hvað þeim málum hefur miðað - en jafnframt er um hættuspil að ræða. Þeirrar tilhneigingar hefur jafnvel orðið vart að vilja telja líkönin jafngóð og mælingarnar. -
Sé hins vegar fari vel í saumana á þeim kemur oft í ljós að stórar villur er þar að finna frá degi til dags, jafnvel hreina dellu. Ritstjóri hungurdiska er þó töluvert bjartsýnn á að framfarir verði í líkansmíðinni eftir því sem unnt er að ná inn fleiri raunverulegum athugunum og auka upplausn líkananna. - En eins og áður sagði er nánast undravert hvað þó hefur tekist vel um suma hluti.
Ritstjórinn hefur haft aðgang að tveimur endurgreinitilraunum, annarri frá bandarísku veðurstofunni en hin er úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Finnst honum sú bandaríska betri frá degi til dags, en sú evrópska hins vegar síst verri þegar litið er til meðaltala heilla mánaða eða lengri tíma. Að þessu sinni erum við ekki einu sinni að líta á staka mánuði heldur aðeins 12-mánaða löng tímabil.
Fyrst skulum við líta á samanburð sem virðist líkönunum nokkuð hagstæður - alla vega hvað varðar heildarsvip. Hér má sjá líkönin giska á styrk sunnan- og norðanátta á svæðinu kringum Ísland á árunum 1911 til 1921 - 12-mánaðakeðjur eru sýndar. Rauði ferillinn sýnir niðurstöður evrópureiknimiðstöðvarinnar, en sá græni er bandarískur. Styrkurinn er lesinn af kvarðanum til hægri á myndinni. Hann er reyndar á hvolfi - því við höfum ákveðið að ferlarnir leiti upp aukist norðanáttir (en tölurnar vísa á sunnanátt - einingin skiptir ekki máli - en þeir sem vilja geta deilt með 4 og þá er komið nærri m/s). Við sjáum að rauðir og grænir ferlar fylgjast nokkuð vel að.
Blái ferillinn er hins vegar byggður á raunverulegum athugunum frá íslenskum veðurstöðvum. Kvarðinn til vinstri sýnir hversu oft (í prósentum) vindur blés úr norðlægum áttum (nv, n eða na) á sama tíma.
Hér er mesta furða hvað líkönunum tekst vel til að segja frá norðanáttavendingum á þessu tímabili. Hlutur norðanátta vex mjög á árunum 1915 og 1916 - dettur aðeins niður veturinn 1916 til 1917 en fer síðan í mikið hámark afgang ársins 1917, 1918 eru norðanáttir almennt ívið minni - en mjög miklar 1919. Síðan taka sunnanáttir við með breytingunni miklu 1920.
Kannski á þessi vindáttaárangur við háloftin líka?
Á næstu mynd rifjum við upp hita í Reykjavík og loftþrýsting á landinu þessi ár. Loftþrýstingurinn hefur hér reyndar verið settur fram sem hæð 1000 hPa-flatarins.
Græni ferillinn sýnir hitann (hann höfum við séð í fyrri pistlum). Græna línan sem liggur þvert yfir myndina sýnir meðalhita síðustu 10 ára í Reykjavík, (5,5 stig). Hann er miklu hærri heldur en hiti áratugarins sem við erum að fjalla um.
Blái ferillinn sýnir hæð 1000 hPa-flatarins. Hann er því hærri sem loftþrýstingur er hærri. Bláa strikið sýnir meðalhæð flatarins síðustu 10 árin - við sjáum að hann er ekki fjarri því sem var á þeim árum sem hér eru til umfjöllunar.
En líkönin giska á hæð 1000 hPa-flatarins - lítum á þá ágiskun.
Hér er græni ferillinn sá mældi (rétti). Sá blái sýnir bandarísku greininguna. Hún er lengst af ívið of há, en fylgir samt breytingum frá ári til árs allvel. Það er helst 1914 sem munurinn er nokkur. Líkur benda til þess að bandaríska greiningin noti meira af þrýstiathugunum frá Íslandi en sú evrópska (sem aðeins notar eina stöð - og fáeinar skipaathuganir að auki).
Rauði ferillinn er evrópska greiningin. Hún sýnir lengst af of háan þrýsting hér á landi. Vonandi verða fleiri athuganir komnar inn í næstu umferðir.
Á sama hátt giska greiningarnar á hæð 500 hPa-flatarins og þar með þykktina. Eins og dyggir lesendur hungurdiska vita mælir þykktin hita í neðri hluta veðrahvolfs og að gott samband er á milli hennar og hita við jörð - (þó talsvert geti út af brugðið einstaka daga).
Við notum nú það samband síðustu áratugi til að láta þykkt í líkönunum giska á hita í Reykjavík. Útkomuna má sjá á næstu mynd.
Græni ferillinn sýnir Reykjavíkurhitann, sá rauði ágiskun evrópureiknimiðstöðvarinnar, en sá blái þá bandarísku. Frá og með 1915 er mjög gott samband á milli þess hita sem þykkt evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir og þess raunverulega. Eitthvað er úr lagi gengið í vestankuldunum 1914 (ekkert óeðlilegt við það endilega). Hitinn í bandarísku greiningunni er hins vegar talsvert of hár nær allan tímann.
Nú sitjum við uppi með það að bandaríska greiningin giskaði betur á sjávarmálsþrýstinginn en sú evrópska - en samt er þykktin líklega vitlausari. Það þýðir að 500 hPa-flöturinn ameríski hlýtur að vera kerfisbundið of hár. En nú sýnist sem evrópska greiningin giski rétt á þykktina þrátt fyrir að sjávarmálsþrýstingur hennar sé of hár. Það hlýtur að tákna að 500 hPa-hæðin sé líka of há í evrópsku greiningunni - en kannski ívið minna en í þeirri bandarísku.
Þetta er í nokkuð góðu lagi - sé það vitað og viðurkennt.
En við þurfum ekkert að reikna þykktina út til að vita að það var kalt - við höfum hitamælingar. Aftur á móti viljum við e.t.v. reyna að komast að því hvers vegna var kalt. Því getum við ekki svarað til fullnustu - en veltum samt vöngum. Þykktarreikningarnir eru fyrst og fremst notaðir til að láta reyna á trúverðugleika líkananna - og kannski segja þeir okkur líka hvort mikilvægur þáttur eins á hæð 500 hPa-flatarins (eða veðrahvarfanna) er á réttu róli eða ekki í líkönunum. - Nákvæmlega sama á við um líkön sem reyna að herma þekkt tímabil - eða framtíðina.
Oft hefur á hungurdiskum verið fjallað um hitasveiflur. Komið hefur fram að allstór hluti sveilfnanna frá ári til árs er skýranlegur með breytilegum vindáttum - oftast þá tilviljanakenndum, en dýpra er á skýringum á sveiflum milli áratuga og alda. Hér að neðan má sjá tilraun til að reikna hita áranna 1911 til 1921 eftir því hvernig vindáttum hefur verið háttað - og hver hæð 500 hPa-flatarins hefur verið. Samband þessara þátta og hitafars áranna frá 1950 var kannað og því sama sambandi svo varpað yfir á fortíðina (eins og hún er í líkönunum) - án nokkurra hliðrana.
Sambandið segir okkur að því stríðari sem sunnanáttin er því hlýrra sé á landinu, það kólnar hins vegar lítillega vaxi vestanáttin - og það er kalt sé 500 hPa-flöturinn lágur. Hiti sá sem endurgreiningarnar giska á með þessu móti er sýndur með rauðu og bláu, en réttur hiti með grænu. Þó lögun ferlanna allra sé óneitanlega svipuð er samt giskað á talsvert hærri hita heldur en hann er í raun og veru. Það verður þó að segja eins og er að vindáttir og breytingar í hæð 500 hPa-flatarins frá ári til árs skýra allstóran hluta sveiflnanna.
Við höfðum komist að því að 500 hPa-flöturinn er líklega heldur of hár í líkönunum. Villan er þó trúlega ekki meiri en 2 dekametrar og hækkar hitann sem því nemur - í allra mesta lagi um 1,0 stig, en líklega ekki nema um 0,4 til 0,5 stig. Eftir að hafa mögulega leiðrétt fyrir því sitjum við samt uppi með of háan hita - en það gerðum við líka á hafísárunum svonefndu og á þessari öld hefur dæmið snúist við - ágiskun með sama hætti skilar nú langoftast of háum hita en ekki lágum. - Líklegasta ástæða þessa breytileika er að hiti vindáttanna (ef hægt er að tala um eitthvað svoleiðis) sveiflast á áratugakvarða - en reikningar af þessu tagi gera ráð fyrir því að slíkt gerist ekki.
Sennilega er óhætt að halda því fram að norðanáttir hafi að jafnaði verið kaldar á árunum 1911 til 1920 - talsvert kaldari en nú. Það var miklu meiri hafís í norðurhöfum heldur en nú á dögum - og á vetrum og vorin hafði sjór því minni möguleika en nú á að hita norðanáttina. Líklegt er að minna hafi munað á öðrum vindáttum. Þetta þýðir að stríðar norðanáttir voru líklegar á þessum árum til að toga hitann meira niður en þær geta nú, 100 árum síðar.
Mikill viðsnúningur varð 1920 - þá dettur norðanáttin niður en kuldinn heldur áfram ívið lengur - sennilega vestankuldi. Misræmi á milli hita og líkana á fyrri hluta áratugarins er ekki auðskýrt í fljótu bragði - má vera að það megi þó skýra sé kafað ofan í einstaka mánuði. Það gerum við ekki hér.
En hvað myndi gerast nú á dögum í miklu norðanáttaári - með lágum 500 hPa-fleti og mikilli vestanátt? Slíkt fáum við á okkur fyrr eða síðar - þrátt fyrir að umtalsverð hnattræn hlýnun hafi átt sér stað. Komi fimm til sjö slík ár í röð (reyndar er mjög ólíklegt að þau verði öll af óhagstæðustu gerð) mun þá ekki rísa upp mikil vantrú á hið hnattræna? Jú, ábyggilega - nema hlýnunin verði orðin svo mikil áður að enginn geti efast lengur. Jafnframt mun rísa upp sú skoðun að þessi ótíð öll sé hinum hnattrænu breytingum að kenna. Þrasið sem af þessu gæti stafað er nærri því fyrirkvíðanlegra heldur en bæði ótíðin og breytingarnar.
Ritstjórinn á fleiri pistla um áratuginn 1911 til 1920 óskrifaða (úrkoma, sólskin, illviðri og e.t.v. fleira) - við sjáum til hvort hugur og hönd ná að kreista þá út áður en þeir fáu sem hafa lesið þennan og þá fyrri hafa gleymt þeim fullkomlega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.