Satt best að segja

Satt best að segja kemur meinleysi veðursins þessa dagana nánast á óvart. Ef ekki væri hálkan skelfilega (og full ástæða er til að kvarta undan henni) minnir veðurlag í kringum landið nánast á vorstöðu. 

w-blogg280118a

Þetta spákort gildir síðdegis á morgun, mánudaginn 29. janúar. Það er ekki víða sem blæs að ráði á svæðinu. Nokkuð hvasst er við Norðursjó og afspyrnuhvasst á litlum bletti við strönd Labrador. - Hitatölur (litaðar strikalínur) eru þó í samræmi við árstímann - mikið frost yfir Kanada alla vega. 

Spár gera ráð fyrir ámóta meinleysi hér á landi áfram alla vikuna - þó kalla verði umhleypinga því hann snýr sér nokkrum sinnum á áttinni þegar lægðir og úrkomusvæði ganga hjá. 

En meinleysi á vetrum er oft hverfult - vetur konungur herjar af fullum þunga víða annars staðar á norðurhveli og aldrei að vita hvenær herjir hans snúa sér að okkur. 

Eins og minnst hefur verið á áður hér á hungurdiskum er hætt við að hálka verði viðvarandi alltaf þegar bleytir að minnsta kosti þar til hádegissólin nær sér upp fyrir 15 gráðurnar og fer að bræða jarðklakann. Langvinn hláka í lofti gæti gert sama gagn - en er bæði mun aflminni og ólíklegri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband