Įratugurinn 1911 til 1920 - 1

Viš skulum nś ķ nokkrum pistlum lķta aftur til įratugarins 1911 til 1920. Alla vega er hér pistill sem segir lķtillega af hitafari - sjįum svo til hversu lengi žrek ritstjórans endist ķ frekari framleišslu (į nęstunni eša sķšar).

Myndin er nokkuš hlašin (eins og vill stundum verša hér į žessum vettvangi), en er žó ķ grunninn mjög einföld.

w-blogg230118a

Į lįrétta įsnum mį sjį įrin frį 1911 til 1921. Fariš er yfir į 1921 til aš komast upp śr meginkuldanum. Blįi ferillinn sżnir 12-mįnašakešjur hita ķ Reykjavķk, en sį rauši landsmešalhitann. Žaš er kvaršinn til vinstri sem į viš žessa tvo ferla. Gręni ferillinn sżnir hins vegar mismun reykjavķkurhitans og landsmešaltalsins. 

Ofarlega į myndinni eru tvö strik žvert um hana. Žaš svarta sżnir mešalhita ķ Reykjavķk į įrunum 1961 til 1990, en žaš rauša mešalhita sķšustu tķu įra (2008 til 2017). 

Viš skulum fyrst fylgja blįa ferlinum (reykjavķkurhitanum). Hann var allan žennan tķma langt nešan viš hita sķšustu tķu įra (og munar miklu) og lengst af nešan mešaltalsins 1961 til 1990. Fyrstu žrjś įrin (eša svo) var hitinn nęrri žessu mešaltali, datt svo nišur fyrir žaš įriš 1914. Nįši sér svo aftur nokkuš 1915 og 1916, en féll hrošalega žegar kuldarnir hófust, 1917. Algjört lįgmark nįšist žó ekki ķ Reykjavķk fyrr en 1919. Lęgsta 12-mįnaša hitamešaltališ lenti į tķmabilinu mars 1919 til febrśar 1920, mešalhiti žess ķ Reykjavķk var 2,7 stig - sérstaklega athyglisvert aš žaš lįgmark er alveg įn ašstošar hins fręga janśar 1918. 

Ķ grófum drįttum fylgjast rauši og blįi ferillinn aš - en viš tökum samt eftir žvķ aš lįgmark žess rauša er į 12-mįnaša skeišinu mars 1917 til febrśar 1918, į landsvķsu töluvert kaldara en žaš sem kaldast var ķ Reykjavķk.

Žį lķtum viš į kvaršann til hęgri. Allar tölur hans eru jįkvęšar, žaš er alltaf hlżrra ķ Reykjavķk en į landsvķsu (žegar 12-mįnušir eru teknir saman). Minnstur er munurinn undir lok sķšasta kuldaskotsins 1919 til 1920, en mestur 1917 og 1918 (žar er settur gręnn hringur um hęstu gildin). 

Žessi hegšan er ešlileg ķ ljósi žess sem var aš gerast. Munur į reykjavķkur- og landshita er minnstur ķ vestankuldum - sjįvarloft śr vestri og sušvestri leikur žį um landiš sunnan- og vestanvert. Kalt į vetrum vegna framrįsar Kanadakulda, en aš sumarlagi vegna rigningar og sólarleysis. Kuldinn 1917 og 1918 var noršankuldi - meš hafķsauka. Į hafķsįrunum 1965 til 1971 var einnig mikill munur į hita ķ Reykjavķk og į landinu almennt. Reykjavķk er vel varin fyrir hafķskulda. 

Viš sjįum aš munur į lands- og reykjavķkurhita er einnig nokkuš mikill įriš 1915 (annar gręnn hringur). Sumariš 1915 var hafķssumar og afspyrnukalt noršanlands, en mun skįrra syšra. 

Vestankuldar voru aftur į móti nokkuš įberandi 1914 og sumariš 1913 var eitt af rigningasumrunum miklu į Sušvesturlandi - fręgt aš endemum - žar til sumariš 1955 tók yfir hlutverk žess ķ hugum manna. 

Viš höfum hér fyrir framan okkur tķšarfar sem aš mörgu leyti minnir į kuldaskeišiš sem hófst 1965 og endaši ķ kringum aldamótin. - Nema hvaš hafķs var enn meiri ķ noršurhöfum 1917 til 1918 heldur en sķšar varš (ekki žó meiri hér viš land). 

Ķ nęsta pistli (hvenęr sem hann nś veršur skrifašur) er ętlunin aš lķta į loftžrżstinginn - og enn sķšar reynum viš e.t.v. aš athuga hvernig sveiflurnar koma fram sem afleišing af sveiflum hans og vindįttum į žessum įrum. Hverjar eru lķkur į aš svona nokkuš endurtaki sig? 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

<img src="https://climateaudit.files.wordpress.com/2014/05/mann14_1_amo_noaa_kaplansst2.png">

Er ekki nśverandi hlżskeiš AMO svona cirka hįlfnaš mišaš viš fyrri reynslu?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skrįš) 24.1.2018 kl. 18:17

2 Smįmynd: Trausti Jónsson

Sé AMO til į annaš borš er ekkert sem bendir til žess aš žaš sé reglubundiš. Viš vitum žvķ ekkert um framtķšaržróun žess.

Trausti Jónsson, 24.1.2018 kl. 21:04

3 identicon

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Atlantic_multidecadal_oscillation

Kólnun og hlżnun į Ķslandi til skiptis į 30-40 įra fresti viršist fylgja žessum įratugasveiflum ansi nįkvęmt.

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skrįš) 25.1.2018 kl. 12:45

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Įgśst 2020
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nżjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (11.8.): 39
 • Sl. sólarhring: 434
 • Sl. viku: 1678
 • Frį upphafi: 1952349

Annaš

 • Innlit ķ dag: 35
 • Innlit sl. viku: 1452
 • Gestir ķ dag: 33
 • IP-tölur ķ dag: 32

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband