Áratugurinn 1911 til 1920 - 1

Viđ skulum nú í nokkrum pistlum líta aftur til áratugarins 1911 til 1920. Alla vega er hér pistill sem segir lítillega af hitafari - sjáum svo til hversu lengi ţrek ritstjórans endist í frekari framleiđslu (á nćstunni eđa síđar).

Myndin er nokkuđ hlađin (eins og vill stundum verđa hér á ţessum vettvangi), en er ţó í grunninn mjög einföld.

w-blogg230118a

Á lárétta ásnum má sjá árin frá 1911 til 1921. Fariđ er yfir á 1921 til ađ komast upp úr meginkuldanum. Blái ferillinn sýnir 12-mánađakeđjur hita í Reykjavík, en sá rauđi landsmeđalhitann. Ţađ er kvarđinn til vinstri sem á viđ ţessa tvo ferla. Grćni ferillinn sýnir hins vegar mismun reykjavíkurhitans og landsmeđaltalsins. 

Ofarlega á myndinni eru tvö strik ţvert um hana. Ţađ svarta sýnir međalhita í Reykjavík á árunum 1961 til 1990, en ţađ rauđa međalhita síđustu tíu ára (2008 til 2017). 

Viđ skulum fyrst fylgja bláa ferlinum (reykjavíkurhitanum). Hann var allan ţennan tíma langt neđan viđ hita síđustu tíu ára (og munar miklu) og lengst af neđan međaltalsins 1961 til 1990. Fyrstu ţrjú árin (eđa svo) var hitinn nćrri ţessu međaltali, datt svo niđur fyrir ţađ áriđ 1914. Náđi sér svo aftur nokkuđ 1915 og 1916, en féll hrođalega ţegar kuldarnir hófust, 1917. Algjört lágmark náđist ţó ekki í Reykjavík fyrr en 1919. Lćgsta 12-mánađa hitameđaltaliđ lenti á tímabilinu mars 1919 til febrúar 1920, međalhiti ţess í Reykjavík var 2,7 stig - sérstaklega athyglisvert ađ ţađ lágmark er alveg án ađstođar hins frćga janúar 1918. 

Í grófum dráttum fylgjast rauđi og blái ferillinn ađ - en viđ tökum samt eftir ţví ađ lágmark ţess rauđa er á 12-mánađa skeiđinu mars 1917 til febrúar 1918, á landsvísu töluvert kaldara en ţađ sem kaldast var í Reykjavík.

Ţá lítum viđ á kvarđann til hćgri. Allar tölur hans eru jákvćđar, ţađ er alltaf hlýrra í Reykjavík en á landsvísu (ţegar 12-mánuđir eru teknir saman). Minnstur er munurinn undir lok síđasta kuldaskotsins 1919 til 1920, en mestur 1917 og 1918 (ţar er settur grćnn hringur um hćstu gildin). 

Ţessi hegđan er eđlileg í ljósi ţess sem var ađ gerast. Munur á reykjavíkur- og landshita er minnstur í vestankuldum - sjávarloft úr vestri og suđvestri leikur ţá um landiđ sunnan- og vestanvert. Kalt á vetrum vegna framrásar Kanadakulda, en ađ sumarlagi vegna rigningar og sólarleysis. Kuldinn 1917 og 1918 var norđankuldi - međ hafísauka. Á hafísárunum 1965 til 1971 var einnig mikill munur á hita í Reykjavík og á landinu almennt. Reykjavík er vel varin fyrir hafískulda. 

Viđ sjáum ađ munur á lands- og reykjavíkurhita er einnig nokkuđ mikill áriđ 1915 (annar grćnn hringur). Sumariđ 1915 var hafíssumar og afspyrnukalt norđanlands, en mun skárra syđra. 

Vestankuldar voru aftur á móti nokkuđ áberandi 1914 og sumariđ 1913 var eitt af rigningasumrunum miklu á Suđvesturlandi - frćgt ađ endemum - ţar til sumariđ 1955 tók yfir hlutverk ţess í hugum manna. 

Viđ höfum hér fyrir framan okkur tíđarfar sem ađ mörgu leyti minnir á kuldaskeiđiđ sem hófst 1965 og endađi í kringum aldamótin. - Nema hvađ hafís var enn meiri í norđurhöfum 1917 til 1918 heldur en síđar varđ (ekki ţó meiri hér viđ land). 

Í nćsta pistli (hvenćr sem hann nú verđur skrifađur) er ćtlunin ađ líta á loftţrýstinginn - og enn síđar reynum viđ e.t.v. ađ athuga hvernig sveiflurnar koma fram sem afleiđing af sveiflum hans og vindáttum á ţessum árum. Hverjar eru líkur á ađ svona nokkuđ endurtaki sig? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

<img src="https://climateaudit.files.wordpress.com/2014/05/mann14_1_amo_noaa_kaplansst2.png">

Er ekki núverandi hlýskeiđ AMO svona cirka hálfnađ miđađ viđ fyrri reynslu?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 24.1.2018 kl. 18:17

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sé AMO til á annađ borđ er ekkert sem bendir til ţess ađ ţađ sé reglubundiđ. Viđ vitum ţví ekkert um framtíđarţróun ţess.

Trausti Jónsson, 24.1.2018 kl. 21:04

3 identicon

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Atlantic_multidecadal_oscillation

Kólnun og hlýnun á Íslandi til skiptis á 30-40 ára fresti virđist fylgja ţessum áratugasveiflum ansi nákvćmt.

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 25.1.2018 kl. 12:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband