Vindáttir - nćrri jörđ - og í háloftunum

Rétt ađ taka fram í upphafi ađ ţessi pistill er í erfiđa flokknum - kannski best fyrir flesta ađ sleppa honum, en ţeir sem á annađ borđ átta sig á málinu ćttu ađ vera einhvers vísari ađ loknum lestrinum. 

Viđ byrjum á ţví ađ líta á spákort sem gildir á morgun, ţriđjudaginn 23. janúar.

w-blogg220118vindsnidi-a

Jafnţrýstilínur viđ sjávarmál eru heildregnar. Lćgđ er fyrir sunnan land, en hćđ norđurundan. Austanátt er ríkjandi á svćđinu, ţrýstivindur rétt norđan viđ austur. Vegna núnings viđ jörđ blćs vindur í raun dálítiđ skásett á jafnţrýstilínurnar, oft í kringum 30 gráđur frá hćrri ţrýstingi til ţess lćgri.

Litirnir sýna hćđ 500 hPa-flatarins - ţví dekkri sem blái liturinn er ţví lćgra stendur flöturinn. Háloftalćgđ er sunnan viđ land, en hćđarhryggur fyrir norđan ţađ. Vindátt í 500 hPa er af austsuđaustri. Vindur er ţví ekki alveg af sömu stefnu „uppi“ og „niđri“ - en ekki munar miklu,

Ef viđ tölum um vindstefnurnar í gráđum er ţrýstivindstefnan um 80 gráđur, en um 100 gráđur uppi í 500 hPa. Hér er stefnubreytingin ţannig ađ hún gefur til kynna vćgt hlýtt ađstreymi. 

Hér á eftir könnum viđ hvernig málum er háttađ efra viđ mismunandi ţrýstivindstefnu neđra. Viđ horfum á međalstefnur á öllu ţví svćđi sem myndin sýnir, en ţađ er ekki fjarri ţví ađ vera 1000 til 1200 km á hvorn veg. Eins og viđ er ađ búast jafnast stefnur nokkuđ út á svo stórum kvarđa - en viđ höfum engar áhyggjur af ţví. 

Ţrýstivindátt viđ sjávarmál - vindátt í háloftum

Fyrst horfum viđ á myndina án ţess ađ skýringartextar séu ađ marki inni á henni. Lárétti ásinn sýnir ţrýstivindáttina - ţó ţannig ađ viđ sleppum núllinu í gráđutölunni, 180 gráđur (sunnanátt) er ţannig rituđ sem 18, vestanáttin, 270 gráđur sem 27 og svo framvegis. Lóđrétti ásinn sýnir vindátt í 500 hPa-fletinum á sama hátt. Litirnir sýna hvernig vindáttirnar para sig - kvarđinn til vinstri sýnir ađ rauđir litir tákna mikla tíđni, ţau áttapör eru algengust. Mjóa punktalínan sem liggur skáhalt upp frá vinstri til hćgri markar ţau pör ţar sem vindátt er sú sama neđra og efra - og greinilegt er ađ ţannig er málum yfirleitt variđ ađ ekki víkur mjög mikiđ frá.

En lítum nú á sömu mynd međ nokkrum skýringartexta.

w-blogg220118vindsnidi-b

Tíđnihámörkin tvö eru annars vegar í vestsuđvestanáttinni, sem er algengasta áttin í háloftunum - og svo í austanáttinni - stjarnan sýnir hvar vindáttir á spákortinu ađ ofan lenda - nokkuđ algeng stađa greinilega. Rétt er ţó ađ veita ţví athygli ađ hér segir ekkert af vindhrađa - hann getur í ţessum tilvikum veriđ ýmist hvass eđa hćgur. 

Stór auđ svćđi eru á myndinni - sýna pörun sem ekki á sér stađ - eđa er svo sjaldséđ ađ hún markast ekki sem sérstakur litur. Vćrum viđ međ minna svćđi undir myndu einhver pör trúlega sýna sig laumulega. Hér má t.d. sjá ađ sé vestanátt viđ jörđ er aldrei austanátt í 500 hPa-fletinum. Aftur á móti er töluvert algengt ađ sjá austlćgar - og sérstaklega norđaustlćgar áttir viđ jörđ á sama tíma og vestlćgar eru í háloftum. Ţađ kýs ritstjóri hungurdiska ađ nefna öfugsniđa. Rauđ stjarna er sett í ţađ mitt. 

Ađstreymi lofts er kalt í pörum sem liggja neđan viđ skálínuna - en hlýtt nćst henni ofan viđ. Ţegar lengra dregur í ţá átt ţurfum viđ ađ rýna betur í myndina til ađ átta okkur međ fullri vissu hvar ađstreymiđ er kalt og hvar hlýtt - ţar ćttum viđ ađ setja ađra skálinu til ađ greina betur á milli. 

Ţađ er hitamunur á milli meginlands Norđur-Ameríku annars vegar og svo hlýsjávar í austanverđu Norđur-Atlantshafi sem býr til suđvestanáttina í háloftunum - Grćnland sér um ađ fínstilla hana viđ vestsuđvestur (ţađ er stefnan frá Íslandi til Hvarfs) - og ađ sjá til ţess ađ vindur blási sjaldan úr norđvestri viđ sjávarmál - en oft leita ţungir og kaldir loftstraumar úr Íshafi suđur međ Grćnlandi austanverđu og stinga sér undir vestanáttina úr norđri og norđaustri - og búa ţar međ til öfugsniđann algenga. 

Austanáttarhámarkiđ er ađ vissu leyti líka í bođi Grćnlands - kalda loftiđ sem leitar til landsins úr vestri verđur ađ fara sunnan viđ Grćnland - kuldanum fylgir lágur 500 hPa-flötur sem streymir til austurs fyrir sunnan land - og honum fylgir ţá austanátt í háloftum og viđ jörđ. Oftast er ţó henni variđ eins og í dag - hún er talsvert sterkari í lćgri lögum heldur en ofar (mćtir mótstöđu kuldalekans viđ Norđaustur-Grćnland). Jafnţrýstilínurnar á spákortinu sem viđ horfđum á hér ađ ofan eru ţéttar, en jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins fáar (litirnir fáir). 

Mynd ţessi sýnir ţví á einfaldan hátt mikilvćga meginţćtti í veđurfari á Íslandi - ţó ekki sé hún léttmelt. En ţeir sem áhuga hafa ćttu samt ađ gefa henni gaum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 319
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband