Áratugurinn 1911 til 1920 - 1

Við skulum nú í nokkrum pistlum líta aftur til áratugarins 1911 til 1920. Alla vega er hér pistill sem segir lítillega af hitafari - sjáum svo til hversu lengi þrek ritstjórans endist í frekari framleiðslu (á næstunni eða síðar).

Myndin er nokkuð hlaðin (eins og vill stundum verða hér á þessum vettvangi), en er þó í grunninn mjög einföld.

w-blogg230118a

Á lárétta ásnum má sjá árin frá 1911 til 1921. Farið er yfir á 1921 til að komast upp úr meginkuldanum. Blái ferillinn sýnir 12-mánaðakeðjur hita í Reykjavík, en sá rauði landsmeðalhitann. Það er kvarðinn til vinstri sem á við þessa tvo ferla. Græni ferillinn sýnir hins vegar mismun reykjavíkurhitans og landsmeðaltalsins. 

Ofarlega á myndinni eru tvö strik þvert um hana. Það svarta sýnir meðalhita í Reykjavík á árunum 1961 til 1990, en það rauða meðalhita síðustu tíu ára (2008 til 2017). 

Við skulum fyrst fylgja bláa ferlinum (reykjavíkurhitanum). Hann var allan þennan tíma langt neðan við hita síðustu tíu ára (og munar miklu) og lengst af neðan meðaltalsins 1961 til 1990. Fyrstu þrjú árin (eða svo) var hitinn nærri þessu meðaltali, datt svo niður fyrir það árið 1914. Náði sér svo aftur nokkuð 1915 og 1916, en féll hroðalega þegar kuldarnir hófust, 1917. Algjört lágmark náðist þó ekki í Reykjavík fyrr en 1919. Lægsta 12-mánaða hitameðaltalið lenti á tímabilinu mars 1919 til febrúar 1920, meðalhiti þess í Reykjavík var 2,7 stig - sérstaklega athyglisvert að það lágmark er alveg án aðstoðar hins fræga janúar 1918. 

Í grófum dráttum fylgjast rauði og blái ferillinn að - en við tökum samt eftir því að lágmark þess rauða er á 12-mánaða skeiðinu mars 1917 til febrúar 1918, á landsvísu töluvert kaldara en það sem kaldast var í Reykjavík.

Þá lítum við á kvarðann til hægri. Allar tölur hans eru jákvæðar, það er alltaf hlýrra í Reykjavík en á landsvísu (þegar 12-mánuðir eru teknir saman). Minnstur er munurinn undir lok síðasta kuldaskotsins 1919 til 1920, en mestur 1917 og 1918 (þar er settur grænn hringur um hæstu gildin). 

Þessi hegðan er eðlileg í ljósi þess sem var að gerast. Munur á reykjavíkur- og landshita er minnstur í vestankuldum - sjávarloft úr vestri og suðvestri leikur þá um landið sunnan- og vestanvert. Kalt á vetrum vegna framrásar Kanadakulda, en að sumarlagi vegna rigningar og sólarleysis. Kuldinn 1917 og 1918 var norðankuldi - með hafísauka. Á hafísárunum 1965 til 1971 var einnig mikill munur á hita í Reykjavík og á landinu almennt. Reykjavík er vel varin fyrir hafískulda. 

Við sjáum að munur á lands- og reykjavíkurhita er einnig nokkuð mikill árið 1915 (annar grænn hringur). Sumarið 1915 var hafíssumar og afspyrnukalt norðanlands, en mun skárra syðra. 

Vestankuldar voru aftur á móti nokkuð áberandi 1914 og sumarið 1913 var eitt af rigningasumrunum miklu á Suðvesturlandi - frægt að endemum - þar til sumarið 1955 tók yfir hlutverk þess í hugum manna. 

Við höfum hér fyrir framan okkur tíðarfar sem að mörgu leyti minnir á kuldaskeiðið sem hófst 1965 og endaði í kringum aldamótin. - Nema hvað hafís var enn meiri í norðurhöfum 1917 til 1918 heldur en síðar varð (ekki þó meiri hér við land). 

Í næsta pistli (hvenær sem hann nú verður skrifaður) er ætlunin að líta á loftþrýstinginn - og enn síðar reynum við e.t.v. að athuga hvernig sveiflurnar koma fram sem afleiðing af sveiflum hans og vindáttum á þessum árum. Hverjar eru líkur á að svona nokkuð endurtaki sig? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<img src="https://climateaudit.files.wordpress.com/2014/05/mann14_1_amo_noaa_kaplansst2.png">

Er ekki núverandi hlýskeið AMO svona cirka hálfnað miðað við fyrri reynslu?

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 18:17

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sé AMO til á annað borð er ekkert sem bendir til þess að það sé reglubundið. Við vitum því ekkert um framtíðarþróun þess.

Trausti Jónsson, 24.1.2018 kl. 21:04

3 identicon

https://en.m.wikipedia.org/wiki/Atlantic_multidecadal_oscillation

Kólnun og hlýnun á Íslandi til skiptis á 30-40 ára fresti virðist fylgja þessum áratugasveiflum ansi nákvæmt.

Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband