Skemmtileg hitasveifla

Stundum sjást í mælingum hitasveiflur sem má klóra sér í kollinum yfir. Ein þeirra gekk yfir Sauðárkróksflugvöll nú í kvöld (21. janúar).

w-blogg220118b

Ritið byrjar kl. 9 í morgun (þann 21.), en endar kl. 01:30 (þann 22.). Mikið frost var í allan dag, mældist -19,6 stig um hádegið og síðan á milli -16 og -18 stig lengst af. En milli kl.22 og 23 dró til tíðinda og upp úr kl. 22 þaut hitinn á skammri stund upp - og toppaði í -1,2 stigum - en féll síðan snögglega aftur niður í -12. Hitasveifla innan klukkustundarinnar varð 11,9 stig. 

Þannig hagar til að yfir landinu liggja víða grunnir kuldapollar og sjást þeir margir hverjir vel á kortinu hér að neðan.

w-blogg220118a

Það sýnir mun á hita í 2 m hæð og 100 metra hæð í iga-harmonielíkaninu kl. 22 í kvöld. Við Sauðárkróki var þessi munur -10,4 stig. Líklega hefur loft loft að ofan fengið tækifæri til að slá niður - hitahvörfin sullast til í firðinum - efra borð þeirra getur lyfst og sigið á víxl - rétt eins og vatn í baðkari. Frostið í kvöld var ekki nema -2 til -3 stig á Nautabúi - væntanlega ofan hitahvarfanna. 

Við sjáum fleiri svona snarpa bletti austar á Norðurlandi þar sem munurinn er jafnvel enn meiri en í Skagafirði. Stórar skyndilegar hitasveiflur sáust líka á fleiri stöðvum í dag, Þingvöllum (10,2 stig innan klukkustundar), í Svartárkoti (8,2 stig), við Mývatn (8,1 stig), á Grímsstöðum á Fjöllum (10,8 stig), í Möðrudal (10,0 stig) og í Básum (8,4 stig). Á Þingvöllum og í Básum fór hitinn þó ekki niður aftur á sama hátt og á hinum stöðvunum (enda er loft þar orðið betur blandað - að sjá - á kortinu hér að ofan).

Rétt er að taka fram að líkanið sér ekki alla polla - og býr sjálfsagt til einhverja líka sem ekki eru raunverulegir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2434824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband