Kaldasti dagur ársins (til ţessa)

Föstudagurinn 29. desember er kaldasti dagur ársins til ţessa á landinu í heild. Ţađ var sérlega kalt norđaustanlands ţar sem mest fréttist af -29,0 stigum í Svartárkoti. Ţetta er mesta frost sem mćlst hefur á landinu frá ţví 6. desember 2013, en ţá fór frostiđ viđ Mývatn í -31,0 stig. 

Međalhiti í byggđum landsins var -8,2 stig. Frá og međ 1949 er vitađ um 90 kaldari desemberdaga - rúmlega einn á ári ađ međaltali, en ekki nema 7 á ţessari öld. Ekki eru ţó tilvikin alveg „óháđ“ - mjög kaldir dagar koma gjarnan í klösum, fara tveir eđa fleiri saman frekar en ađ dreifast stakir yfir tímabilin öll. Sá 29. hefur tvisvar veriđ jafnkaldur eđa kaldari en nú, ţađ var 1961 og 1995. Fyrra áriđ var „klasinn“ sem var jafnkaldur eđa kaldari en nú fjórir dagar, 28. sá kaldasti, međalhiti í byggđ var ţá -13,0 stig, en 1995 var hann sex dagar - og fimm höfđu komiđ í röđ áđur. Ţá var annar jóladagur sá kaldasti, međalhiti var -11,8 stig. Ţá mćldist -32,2 stiga frost í Möđrudal. 

Mesta frost sem vitađ er um í desember mćldist í Möđrudal ţann 9. áriđ 1917, -34,5 stig. 

Frostiđ í Svartárkoti í dag er ţađ mesta sem vitađ er um á landinu 29. desember og er ţví svokallađ landsdćgurlágmark. Ţetta er fyrsta byggđarlágmarksmet sem sett er á árinu, en annađ í röđ landsdćgurmeta á landinu í heild - fjöldinn talsvert undir almennum vćntingum. Til samanburđar má geta ţess ađ hámarksdćgurmetin eru orđin 12 á árinu (óstađfestur fjöldi) - fjöldi talsvert ofan vćntinga. 

Mikill fjöldi dćgurmeta féll á einstökum stöđvum, t.d. hefur ekki mćlst meira frost ţann 29. desember á Bergstöđum í Skagafirđi og á Sauđanesvita. 

Mánađarhitamet féllu hins vegar ekki víđa á stöđvum sem athugađ hafa í meir en fáein ár. Ţó hefur ekki mćlst meira frost í desember en nú á Ólafsfirđi (-20,2 stig). Ţar hefur nú veriđ athugađ í 20 ár, og einnig féll desembermet á Mývatnsheiđi (athugađ frá 1999). Sjálfvirkar athuganir byrjuđu í Svartárkoti 2003 og hefur frost ekki mćlst meira ţar í desember en nú og ekki heldur viđ Krossanesbrautina á Akureyri (frá 2005).

Óvenjukalt var á Akureyrarflugvelli - talsvert kaldara en viđ Lögreglustöđina og Krossanesbrautina. Lćgsta talan sem sást var -23 stig og er ţađ óvenjulegt. Ţađ gerđist síđast 2011 (líka í desember) ađ frost varđ meira en nú. Mesta frost sem vitađ er um á flugvellinum mćldist -26 stig, einmitt á annan dag jóla 1995 ţegar frostiđ fór í -32,2 stig í Möđrudal og nefnt var hér ađ ofan. Einnig mćldist frostíđ á Akureyrarflugvelli -26 stig ţann 6. mars 1998.

Ţó kalt vćri víđa náđi dagurinn ţó ekki inn á lista ţeirra daga sem tekur til daga ţegar frost er allan sólarhringinn um land allt - ţví hámarkshiti fór yfir frostmark á fáeinum útnesjastöđvum. Sá ágćti listi er orđinn mjög gisinn á síđari árum, bćđi vegna hinna almennu hlýinda sem og ţess ađ útnesjastöđvum hefur fjölgađ frá ţví sem áđur var. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.8.): 81
 • Sl. sólarhring: 118
 • Sl. viku: 1339
 • Frá upphafi: 1951024

Annađ

 • Innlit í dag: 72
 • Innlit sl. viku: 1131
 • Gestir í dag: 62
 • IP-tölur í dag: 62

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband