26.12.2017 | 21:28
Nóvember og desember
Nóvember var fremur kaldur mánuður - landsmeðalhiti reiknaðist -0,5 stig, -2,3 stigum neðan meðallags nóvembermánaða síðustu tíu ára. Desember hefur hingað til ekki verið jafnkaldur að tiltölu, meðalhiti í byggð stendur þegar þetta er ritað í -0,4 stigum og er það um -0,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu desembermánaða. Hins vegar er nokkuð ljóst að síðustu dagarnir verða kaldir - nær öruggt er að hitinn fer niður fyrir nóvembermeðaltalið og trúlega meira að segja nokkru neðar, en hins vegar verður vikið ekki eins afgerandi og í nóvember.
Nóvember var á landsvísu sá kaldasti síðan 1996, en þó desember verði neðan meðallags telst hann samt alls ekki óvenjulegur hvað hita varðar. Meðalhiti í desember 2015 og 2013 var ámóta, og mun kaldara var í desember 2011, en þá var nóvember hins vegar hlýr. Ekki er ólíklegt að mánuðirnir tveir saman verði þeir köldustu frá 1996 - þá var mun kaldara en nú.
Við skulum nú til gamans líta á meðalhita mánaðanna tveggja saman á landinu frá 1874 (og þokukennt aftur til 1823).
Meðalhiti er á lóðrétta ásnum, en tíminn á þeim lárétta. Við sjáum að kalt skeið ríkir frá því upp úr 1960 og fram á miðjan 9. áratuginn - síðan þá skjótast einstök hlýindi upp úr á stangli - og kuldi ríkir aðeins einu sinni (1996). Kuldarnir í nóvember og desember 1973 skera sig mjög úr og þá þurfti að leita allt aftur til 1887 til að finna eitthvað viðlíka. Sömuleiðis voru nóvember og desember saman mjög kaldir 1917. En - eins og eldri veðurnörd muna boðuðu kuldarnir 1973 ekkert sérstakt - árið 1974 var hagstætt og vorið ómunahlýtt - þvert ofan í illan beyg (og reynslu hliðstæðuspámanna).
En árið 2017 verður í flokki þeirra hlýjustu. Það verður þó ekki ofar á landsvísu en í 5. hlýjasta sæti, kannski í 8. eða 9., því aðeins munar ómarktækum hundruðustuhlutum á þessum sætum.
Taflan sýnir hvaða ár eru hlýjust (á landsvísu) hingað til:
ár | meðalh | |
1 | 2014 | 5,08 |
2 | 2003 | 5,06 |
3 | 2016 | 4,98 |
4 | 1933 | 4,91 |
5 | 1939 | 4,72 |
6 | 1941 | 4,70 |
7 | 1946 | 4,67 |
8 | 2004 | 4,65 |
9 | 1960 | 4,61 |
10 | 1945 | 4,60 |
Þegar þetta er ritað (26. desember) stendur 2017 í 4,71 stigi. Kuldar næstu daga munu draga það eitthvað niður - en samt verður það í hópi öndvegisára allra tíma.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 37
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 2484
- Frá upphafi: 2434594
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 2206
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.