Öfugsniđi

Stundum tekur upp á ţví ađ snjóa í norđaustanátt á Suđurlandi. Spár eru ekki alveg sammála um hvort ţađ gerist nú - eđa ţá hversu mikiđ, en rétt er ađ líta á máliđ. 

Fyrst er ein af hinum erfiđu sniđmyndum sem stundum er brugđiđ upp hér á hungurdiskum.

w-blogg041217a

Lárétti ásinn sýnir breiddarstig - eftir línu sem liggur ţvert yfir Ísland eins og smámyndin í efra horni til hćgri sýnir. Lóđrétti ásinn sýnir hćđ yfir sjávarmáli (í ţrýstieiningum). Hálendi landsins rís upp fyrir miđjum lárétta ásnum sem grá klessa. Suđur er til vinstri, en norđur til hćgri. Jafnmćttishitalínur eru heildregnar, vindörvar hefđbundnar og vindhrađi er sýndur međ litum. 

Neđst á myndinni er austan- og norđaustanátt ríkjandi, hvöss undan Suđurlandi. Ofar er vindur mjög hćgur (grćnn litur) en ţar ofan viđ vex vindur af suđvestri ţar til komiđ er í kjarna heimskautarastarinnar í um 9 km hćđ (300 hPa). 

Ţessi breyting vindhrađa og stefnu međ hćđ heitir „reverse shear“ á erlendum málum - sem ritstjórinn kýs ađ kalla „öfugsniđa“ á íslensku. 

Viđ skulum taka eftir ţví ađ mjög mikill halli er á jafnmćttishitalínunum. Ţćr sem liggja um grćna beltiđ á myndinni eru mörgum kílómetrum lćgri fyrir sunnan land (til vinstri) heldur en fyrir norđan. Kuldinn í neđri lögum „eyđir“ suđvestanáttinni og býr til norđaustanátt í stađ hennar. 

Í ţessari stöđu dregur mjög úr áhrifum landslags á úrkomumyndun, ţá getur snjóađ (eđa rignt) á Suđurlandi í norđaustanátt. Suđvestanáttin í háloftunum sér um ţađ. 

w-blogg041217b

Hér má sjá tillögu evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting og úrkomu á sama tíma og sniđiđ hér ađ ofan sýndi. Norđaustanátt er ríkjandi á landinu, en samt er ađalúrkomusvćđiđ yfir Suđurlandi. 

w-blogg041217c

Háloftakortiđ (500 hPa) sýnir allt ađra mynd. Mjög skarpt lćgđardrag er viđ Vesturland og mikill suđvestanstrengur austan ţess. Mjög mikill hitabratti er á myndinni, hiti yfir Mýrdalnum er um -28 stig, en -38 stig yfir Vestfjörđum. Til allrar hamingju fór lćgđardragiđ á mis viđ hlýja loftiđ ţegar ţađ fór framhjá Íslandi (annars hefđum viđ fengiđ meiriháttar illviđri) - en spár benda nú til ţess ađ ţađ nái í skottiđ á ţví viđ Skotland. Ţar er ţví spáđ ađ lćgđ dýpki gríđarlega á miđvikudagskvöld. Ţá verđur lćgđardragiđ komiđ vel framhjá Íslandi - og venjuleg norđanátt tekin viđ. 

Ţegar ţetta er skrifađ (ađ kvöldi mánudags) er enn mjög óljóst hvort ţađ nćr ađ snjóa sunnanlands og hversu mikiđ ţađ verđur.

Iga-harmonie-líkaniđ stingur upp á ţessari stöđu kl.6 á miđvikudagsmorgni.

w-blogg041217d

Hér er úrkoman öllu minni en hjá evrópureiknimiđstöđinni, en samt nćr hún til Reykjavíkur. Líkaniđ spáir nú um 20 cm austur í Árnessýslu og enn meiru á stöku stađ. En ţađ hreinsar frá um leiđ og vindur snýst úr suđvestri í norđur í háloftunum. Ţá kólnar líka rćkilega.

Lćgđardrög sem ţessi - međ öfugsniđa - eru mishrađfara. Fari ţau hćgt hjá getur snjóađ mjög mikiđ og sumir frćgustu sunnlenskir byljir eru ţessarar ćttar, t.d. mannskađabylurinn frćgi í febrúar 1940 sem ritstjóri hungurdiska hefur velt nokkuđ fyrir sér - en ekki getađ komiđ frá sér texta um. Kannski honum takist einhvern tíma ađ hreinsa ţann snjó frá vitum sér. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910
 • w-blogg131018i
 • w-blogg111018b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 120
 • Sl. sólarhring: 250
 • Sl. viku: 3383
 • Frá upphafi: 1697830

Annađ

 • Innlit í dag: 110
 • Innlit sl. viku: 2848
 • Gestir í dag: 104
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband