Hafískoma í desember 2001

Í fornum hungurdiskapistli (25. nóvember 2010) var fjallað um ískomur við Ísland og þá sérstaklega svonefndan „vesturís“. Þegar slaknar á norðaustanáttinni í Grænlandssundi dreifir ísinn þar úr sér og getur borist inn í hlýrri sjó nær Íslandi og jafnvel upp að ströndum landsins. Þetta getur gerst jafnvel þótt sáralítill ís sé í sundinu standi áttleysa eða suðvestanátt nægilega lengi - og á hvaða tíma árs sem er. Undanfarin ár hefur staðan hins vegar verið óvenjuleg að því leyti að Grænlandssund hefur stundum orðið alveg íslaust um tíma á hausti. - Við slík skilyrði kemur að sjálfsögðu enginn ís þótt norðaustanáttin bregðist. 

Ekki var mikill ís í sundinu haustið 2001 en eftir þrálátar suðvestanáttir í desember barst ís samt að Vestfjörðum og í lok mánaðarins og í byrjun janúar truflaði hann siglingar við Hornstrandir. 

Ástæðu þessarar ískomu í íslitlu ári má sjá á kortinu hér að neðan.

w-blogg041217a

Það sýnir sjávarmálsþrýsting desembermánaðar 2001 og vik hans frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Vikasviðið sýnir að suðvestanáttir hafa verið mun tíðari en að meðallagi í Grænlandssundi - eðlilegt rennsli íss utan miðlínu milli Íslands og Grænlands hefur truflast og ís lent austan straumaskila og hann svo borist upp að Hornströndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

 • w-blogg230318a
 • w-blogg220318-1913i
 • w-blogg210318i
 • arsskyrsla 2016-hlyindi-a
 • w-blogg210318a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.3.): 171
 • Sl. sólarhring: 229
 • Sl. viku: 3452
 • Frá upphafi: 1589728

Annað

 • Innlit í dag: 136
 • Innlit sl. viku: 3076
 • Gestir í dag: 118
 • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband