Hringlar enn

Eins og fram hefur komiđ hér á hungurdiskum er talsvert hringl á veđurspám ţessa dagana og reynir á ţanţol veđurlíkana. Smáatriđi skipta máli. 

Viđ lítum á spár evróprureiknimiđstöđvarinnar um stöđuna eftir helgina - tvćr spárunur fyrir sömu tíma og mismunandi niđurstöđur ţeirra. Fyrir valinu verđa óvenjuleg kort - svona mest til ţess ađ ekki ţurfi ađ rćđa hinar venjulegu veđurspár - látum Veđurstofuna um ţćr. 

w-blogg161117a

Jafnhćđarlínur 400 hPa-flatarins eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví hvassari er vindur í um 7 km hćđ. Lituđu fletirnir sýna svonefnt iđumćtti (eđa mćttisiđu) í fletinum. Höfum ekki áhyggjur af ţví hvađ ţađ er - en látum ţess getiđ ađ tíđinda er oftast ađ vćnta ţar sem hámörk ţess „slá sér niđur“. Kortiđ gildir um hádegi ţriđjudaginn 21. nóvember.

En viđ sjáum alla vega nokkuđ snarpa háloftalćgđ viđ Scoresbysund. Af lögun lćgđardragsins ađ ráđa er ţađ og lćgđin eru á hrađri hreyfingu til suđausturs.

Ţetta er úr hádegisrunu reiknimiđstöđvarinnar (fimmtudag 16. nóvember kl.12). Lítum líka á spá úr miđnćturrununni og gildir hún á sama tíma.

w-blogg161117b

Viđ sjáum sömu háloftalćgđ - á nćrri ţví sama stađ - og í fljótu bragđi er ekki mikill munur á spánum. En ţegar nánar er ađ gáđ er lćgđin hér meira hringlaga - og er á leiđinni til suđsuđausturs - mun líklegri til ađ grafa um sig viđ Ísland. 

Enda er framhaldiđ ólíkt - ađeins 18 stundum síđar (kl. 6 ađ morgni miđvikudags 22. nóvember). 

Fyrst er hádegisrunan:

w-blogg161117c

Lćgđardragiđ er hér komiđ suđur fyrir land - lćgđin sjálf mun austar og slćr sér ekki niđur viđ Ísland. 

Miđnćturrunan sýndi ađra niđurstöđu - og mun verri fyrir okkur.

w-blogg161117d

Ţađ er ekki gott ađ segja hvernig á ţessu stendur - og trúlega ekki mikiđ vit í ađ velta sér upp úr ţví. Í pistli gćrdagsins var fjallađ um ţađ hvernig hćđarhryggurinn sem á ţessum kortum er viđ Suđur- og Vestur-Grćnland á ađ stinga í kuldapollinn Stóra-Bola. Hann verđur búinn ađ ţví á ţriđjudag. Svo virđist sem ađ í miđnćturrununni hafi tekist ađ ná lítillega stćrra stykki úr síđu Stóra-Bola inn í lćgđardragiđ sem viđ erum ađ fjalla um heldur en í hádegisrununni - virđist muna um hvern bita úr ţeirri feitu síđu. 

En svo virđist sem engin hlýindi sé ađ hafa á nćstunni. Ađeins er spurning um ţađ hversu stríđ og ţrálát norđaustanáttin verđur. En norđvestanlćgđardrög eru alltaf varasöm á einn veg eđa annan - og leggst ţetta ekki vel í ritstjórann (en hann er orđinn bćđi slitinn og rausgjarn). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţér má ekki "slá niđur"skítt međ iđumćtti og lćgđir!

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2017 kl. 22:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1677
  • Frá upphafi: 2349637

Annađ

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband