Meinlítið?

Þó þess yrði ekki svo mjög vart voru talsverð átök í háloftum yfir landinu í gær (laugardag 28. október) og í fyrradag. Við fengum þó hitann mikla í Kvískerjum og ný októbervindhraðamet á tveimur stöðvum. Ný októberhámarkshitamet voru sett yfir Keflavíkurflugvelli. Átök þessi bárust svo suðaustur til Evrópu og þar gengur nú yfir mikið hvassviðri sem veldur ýmsu tjóni - vonandi þó ekki meiriháttar. 

Nú hafa mestu áttökin gengið hjá og  við tekið að því er virðist meinlaust veður. Alla vega sýnir spákort morgundagsins (mánudags 30. október) ekki mikil illindi hér við land.

w-blogg291017a

Spáin sem er úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl.18 síðdegis. Nokkuð sumarleg staða í námunda við okkur að öðru leyti en því að hiti í 850 hPa (litaðar strikalínur) er auðvitað um 5 stigum lægri heldur en dæmigert er á sumrin. En þrýstilínur eru fáar. Grunnar lægðir eru vestur af landinu og fyrir sunnan land. Þær hreyfast báðar til norðausturs.

Fyrir tæpri viku sáu reiknimiðastöðvar ámóta stöðu í spám sínum, en munurinn var bara sá að stefnumót þessara tveggja ekkisvoveigamiklu lægða átti að skila verulegu norðanillviðri hér á landi. - Hlýja loftið að sunnan (austan við syðri lægðina) átti að mæta því kalda úr norðvestri á „réttum“ stað. - En nú virðist sem svo að stefnumótið misfarist - og nær ekkert verði úr. 

Að stefnumót veðrakerfa misfarist er í reynd algengara en að þau „heppnist“ - það er til allrar hamingju ekki svo oft að allt fari á versta veg í veðrinu. 

Í vesturjaðri kortsins má sjá mikið veðurkerfi - þéttar þrýstilínur og mikla úrkomu. Þarna fara leifar hitabeltisstormsins Philippe - sem varla varð til áður en vestanvindabeltið át hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 234
 • Sl. sólarhring: 452
 • Sl. viku: 1998
 • Frá upphafi: 2349511

Annað

 • Innlit í dag: 218
 • Innlit sl. viku: 1810
 • Gestir í dag: 216
 • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband