Hlýr október

Október hefur veriđ óvenjuhlýr og ţar ađ auki hefur lengst af fariđ vel međ veđur. Hlýindin voru ţó enn meiri í október í fyrra - sá mánuđur var eiginlega út úr kortinu eins og sagt er - en ţá var úrkoma einnig óvenjumikil um landiđ sunnan- og vestanvert og gekk á međ töluverđum slagviđrum. Rigningin hefur núna veriđ langmest á Austfjörđum og á Suđausturlandi - úrkomuhryđjan mikla ţar í lok september var ţó mun meiri en októberúrkoman til ţessa.

Međalhiti í Reykjavík fyrstu 27 daga mánađarins er 6,9 stig, 2,2 ofan međallags áranna 1961 til 1990, en 1,6 ofan međallags síđustu tíu ára, ţađ nćsthlýjasta á öldinni (sömu dagar voru ţó ámóta hlýir 2001 og 2010 og ekki ljóst hvert lokasćti verđur). Á 142-ára samanburđarlistanum eru dagarnir nú í 11. til 12.hlýjasta sćti. 

Stađan fyrir norđan er svipuđ, međalhiti á Akureyri 6,0 stig, 2,0 stigum yfir međallagi sömu daga síđustu tíu árin. 

Úrkoma í Reykjavík er óvenjulítil - sérstaklega sé miđađ viđ hversu hlýtt hefur veriđ - og hefur mćlst 39,5 mm sem er nálćgt helmingi međalúrkomu. Á samanburđarlista sem nćr til 120 ára er úrkoman í 105. sćti. Sólskinsstundafjöldi er hins vegar nćrri međallagi. Á Akureyri hefur úrkoma hingađ til í mánuđinum mćlst 53,7 mm sem er í rétt rúmu međallagi. 

Dagurinn í dag (föstudagur 27. október) varđ nokkuđ merkilegur. Hámarkshiti fór í 21,3 stig í Kvískerjum í Örćfum og 22,1 stig á stöđ vegagerđarinnar á svipuđum slóđum. Á báđum stöđvunum er ţetta hćsti hiti ársins. Ţađ er óvenjulegt ađ hćsti hiti á veđurstöđ mćlist í október - en hefur ţó gerst nokkrum sinnum áđur (mars er eini mánuđur ársins sem aldrei hefur átt hćsta hita ársins á veđurstöđ hérlendis). Rétt er ađ halda ţví til haga ađ ţrátt fyrir háan hita á Kvískerjastöđvunum er varla hćgt ađ tala ţar um einhverja blíđu ţví ţar geisađi ofsaveđur um svipađ leyti (29,4 m/s og hviđur 44 m/s). Tuttugustigum verđur vart haldiđ uppi í október nema međ ofbeldi. 

Í nótt fór hiti í 10,4 stig á Brúarjökli - ţađ er einnig hćsti hiti ársins ţar „á bć“. 

Ţetta eru líka hćstu hámörk í október síđan 22,6 stig mćldust á Dalatanga ţann 26. áriđ 2003, en októbermetiđ er 23,5 stig - (1. október 1973). Ţetta eru auđvitađ landsdćgurhámörk ţess 27., en takiđ eftir ţví ađ hefđi mćlingin lent á gćrdeginum (eins og hún hefđi gert hefđi áriđ 2017 veriđ hlaupár) vćri ekki um dćgurmet ađ rćđa. 

Víđar var hvasst en í Kvískerjum. Tvö mánađarvindhrađamet voru sett á sjálfvirkum stöđvum, á Reykjum í Fnjóskadal - ţar hefur ekki orđiđ svona hvasst í október síđan mćlingar hófust ţar áriđ 2000, 21,0 m/s, og á Brú á Jökuldal (22,7 m/s). Ţar byrjađi sjálfvirka stöđin 1998. 

Ţađ sem af er mánuđi er hiti ofan međallags síđustu tíu ára á öllu landinu, mest er hitavikiđ á Haugi í Miđfirđi og Húsafelli, +2,3 stig, en minnst á Hellu á Rangárvöllum og í Ţykkvabć, +0,8 stig. Allir ţessir stađir eru gćfir til nćturfrosta í hćgum vindi, en eitthvađ veldur ţví ţó ađ frostin hafa nú veriđ eitthvađ fleiri ađ tiltölu - eđa snarpari - í Rangárvallasýslunni heldur en sitt hvoru megin Tvídćgru. 

Áriđ hefur líka veriđ mjög hlýtt - hitinn í Reykjavík er nú í kringum ţađ 5. hlýjasta, svipuđ stađa er á Akureyri og austur á Dalatanga er áriđ ţađ sem af er ţađ hlýjasta sem vitađ er um - en tveir mánuđir eru eftir af árinu og allsendis óvíst hvađ ţeir bera međ sér. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 100
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 1416
  • Frá upphafi: 2349885

Annađ

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1288
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband