Af hlýju lofti

Nú er sérlega hlýtt loft austan suđurodda Grćnlands - mestu hlýindin komast reyndar ekki hingađ til lands en vel er ţess virđi ađ líta á stöđuna.

w-blogg261017a

Ţetta kort er úr líkani dönsku veđurstofunnar (og reiknađ í kjallara VÍ). Ţađ sýnir hćđ 850 hPa-flatarins og hita í honum kl.03 í nótt (ađfaranótt föstudags 27. október). Jafnhćđarlínur eru heildregnar og er 850 hPa flöturinn í rúmlega 1400 metra hćđ yfir Íslandi. Litirnir sýna hita og er hann meiri en +16 stig á blettum undan Suđur-Grćnlandi. Nćđi ţetta loft til jarđar yrđi hitinn í ţví meiri en 30 stig. 

Mesti hiti sem mćlst hefur í 850 hPa yfir Keflavíkurflugvelli í október er +10,8 stig - en hefur nćr örugglega orđiđ hćrri en ţađ einhvers stađar yfir landinu - ţá líklega austan- eđa norđaustanverđu. Sé kortiđ stćkkađ má sjá töluna 13,1 stig viđ Örćfajökul - tilefni í 27 stig á Kvískerjum? Ekki skulum viđ ţó reikna međ nćrri ţví svo hárri tölu - en ţó er alltaf veriđ ađ segja ađ miđi sé möguleiki og miđinn er til - bara eftir ađ draga. Veđurnörd munu fylgjast vel međ hámarkshitatölum veđurstöđvanna međan hlýindin ganga hjá.

Viđ skulum taka eftir ţví ađ loft í 1400 metra er á uppleiđ yfir Vesturlandi - og er ţví kaldara ţar í ţeirri hćđ heldur en eystra, ţar sem niđurstreymi ríkir.   

En allramestu hlýindin standa ekki lengi - ţau gefa fyrst eftir neđantil ţannig ađ hlýindahámarkiđ í 500 hPa verđur ekki fyrr en á laugardag. Kortiđ hér ađ neđan sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir um hádegi ţann dag.

w-blogg261017b

Greina má útlínur Íslands undir vindstrengnum mikla. Jafnhćđarlínur eru heildregnar og vindátt og vindstyrkur sýndur međ hefđbundnum vindörvum. Hiti er sýndur međ litum. Spáin gerir ráđ fyrir ţví ađ hiti fari upp í -9 stig yfir Keflavík um hádegi á laugardag. Fari svo yrđi ţađ nýtt októberhitamet. Mesti hiti sem mćlst hefur í 500 hPa yfir Keflavík í október er -11 stig. - En hvort háloftaathugun hittir rétt í stađ og tíma til ađ nćla í met er svo annađ mál (og spáin ađ sjálfsögđu ekki gefin). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Samkvćmt Evrópu reiknimiđstöđinni verđur ţá "heitt í kolunum" ţarna hátt uppi á kosningadaginn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2017 kl. 06:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 1575
  • Frá upphafi: 2350202

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1450
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband