Af austanátt

Það er eitt af einkennum íslensks veðurlags að austanátt er ríkjandi í neðstu lögum veðrahvolfsins, en vestanátt ofar. Ritstjóri hungurdiska hefur ítrekað um þetta fjallað - og mætti e.t.v. gera enn meir af því. 

Þó þessi áttaskipan sé algengust eru stakir dagar með austanátt í háloftum mjög algengir, jafnvel að austanátt ríki efra í marga daga í röð. Aftur á móti er sjaldgæfara að meðalvindátt heils mánaðar nái því að verða austlæg þegar komið er upp í um 5 km hæð - kemur þó fyrir.

Við skulum nú líta á riss sem dregur fram austanáttarmánuði (í háloftum) yfir landinu frá 1949 til og fram á okkar daga (2017). 

w-blogg251017a

Myndin er þannig gerð að sé meðalátt mánaðar vestlæg er sett örstutt strik efst á myndina, en sé hún austlæg er lína dregin niður í gegnum hana. Lárétti ásinn sýnir ártöl, 1949 er lengst til vinstri - en 2017 lengst til hægri. 

Flestir munu taka eftir því að bláu strikin eru mun þéttari síðustu tíu árin en yfirleitt annars á tímabilinu. 

Við vitum auðvitað ekki hvort þetta er eitthvað merki tengt almennum veðurfarsbreytingum eða bara tilviljun. Ritstjóranum finnst líklegast að um tilviljun sé að ræða - enda um tíu ár síðan hann skrifaði pistil um það hversu óvenjulangdregin vestanáttin hefði þá verið (sjá langa grænleita bilið á árunum 2005 til 2007). 

Nú er ekki öll austanátt eins - almennt er veðurlag þó oftast rólegra hérlendis sé austanátt efra heldur en þegar vestanáttin ólmast. Í austanáttarmánuðum eru rigningar oftast meiri austanlands en gengur og gerist. En lega háloftavinda skiptir höfuðmáli fyrir veðurlag hér á landi - og þeir eru stundum nokkuð þrálátir í sínum rásum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • halavedrid_pp
 • Slide8
 • Slide7
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.12.): 85
 • Sl. sólarhring: 119
 • Sl. viku: 2350
 • Frá upphafi: 1856940

Annað

 • Innlit í dag: 78
 • Innlit sl. viku: 1936
 • Gestir í dag: 71
 • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband