Af austanátt

Ţađ er eitt af einkennum íslensks veđurlags ađ austanátt er ríkjandi í neđstu lögum veđrahvolfsins, en vestanátt ofar. Ritstjóri hungurdiska hefur ítrekađ um ţetta fjallađ - og mćtti e.t.v. gera enn meir af ţví. 

Ţó ţessi áttaskipan sé algengust eru stakir dagar međ austanátt í háloftum mjög algengir, jafnvel ađ austanátt ríki efra í marga daga í röđ. Aftur á móti er sjaldgćfara ađ međalvindátt heils mánađar nái ţví ađ verđa austlćg ţegar komiđ er upp í um 5 km hćđ - kemur ţó fyrir.

Viđ skulum nú líta á riss sem dregur fram austanáttarmánuđi (í háloftum) yfir landinu frá 1949 til og fram á okkar daga (2017). 

w-blogg251017a

Myndin er ţannig gerđ ađ sé međalátt mánađar vestlćg er sett örstutt strik efst á myndina, en sé hún austlćg er lína dregin niđur í gegnum hana. Lárétti ásinn sýnir ártöl, 1949 er lengst til vinstri - en 2017 lengst til hćgri. 

Flestir munu taka eftir ţví ađ bláu strikin eru mun ţéttari síđustu tíu árin en yfirleitt annars á tímabilinu. 

Viđ vitum auđvitađ ekki hvort ţetta er eitthvađ merki tengt almennum veđurfarsbreytingum eđa bara tilviljun. Ritstjóranum finnst líklegast ađ um tilviljun sé ađ rćđa - enda um tíu ár síđan hann skrifađi pistil um ţađ hversu óvenjulangdregin vestanáttin hefđi ţá veriđ (sjá langa grćnleita biliđ á árunum 2005 til 2007). 

Nú er ekki öll austanátt eins - almennt er veđurlag ţó oftast rólegra hérlendis sé austanátt efra heldur en ţegar vestanáttin ólmast. Í austanáttarmánuđum eru rigningar oftast meiri austanlands en gengur og gerist. En lega háloftavinda skiptir höfuđmáli fyrir veđurlag hér á landi - og ţeir eru stundum nokkuđ ţrálátir í sínum rásum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.10.): 0
 • Sl. sólarhring: 229
 • Sl. viku: 1950
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 1767
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband