Breytingar í nánd - eđa?

Ekkert veit ritstjóri hungurdiska um ţađ - en reiknimiđstöđvar eru ađ gefa eitthvađ slíkt til kynna. Lítum fyrst á spákort sem gildir síđdegis á morgun (mánudag 23. október).

w-blogg221017a

Hér má sjá spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina. Jafnhćđarlínur eru heildregnar en ţykkt er sýnd í lit. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. 

Mikil lćgđ er fyrir sunnan land. Hún dýpkađi svo hratt í gćr (laugardag) ađ varla hefur annađ eins sést um hríđ. Mátti m.a. sjá ţrýsting falla um meir en -30 hPa á ţremur klukkustundum ţar sem mest var - slíkt yrđi íslandsmet kćmi ţađ fyrir hér. - En lćgđin er fljót ađ grynnast. Hér á landi er austsuđaustanátt í háloftunum - eins og oft áđur ađ undanförnu. Í ţessu veđurlagi berst úrkoma inn á Austfirđi og Suđausturland, en víđast hvar annars stađar er frekar meinlaust.

Til ađ búa til illviđri í háloftastöđu sem ţessari ţarf kalda útrás úr norđurhöfum - slíkt er alls ekki óalgengt - en virđist ekki vera á borđinu í ţetta sinn ţví lítiđ er ađ sjá á kortinu öllu nema mikil hlýindi - blár litur ađeins viđ Norđur-Grćnland. Eitthvađ af ţví kalda lofti mun vera í neđstu lögum ţar suđur međ ströndinni en ekki nćgilega mikiđ til ađ ţađ sjáist skýrt á ţessu korti. Ţó er strekkingur viđ Brjústerhorn og nyrst norđantil í Grćnlandssundi - nćr jafnvel um tíma inn á Halamiđ.

En ţetta á víst allt ađ raskast (sé ađ marka reiknimiđstöđvar) - ţví veldur mikil ólga handan heimskauts og á föstudag á stađan ađ vera orđin svona.

w-blogg221017b

Hreint viđsnúin stađa. Í stađ austsuđaustanáttar er komin hvöss vestnorđvestanátt. Mikill hćđarhryggur í stađ lćgđar fyrir sunnan land. Hćđarhryggnum fylgja ólíkindaleg hlýindi austan Grćnlands, ţykkt er ţar spáđ í 5670 metra - myndi ađ sumarlagi gefa möguleika á 30 stiga hita ţar undir (en ţađ er ekki sumar). Reyndar verđur ađ teljast líklegt ađ reiknimiđstöđin sé heldur ađ ofgera hlýindin. En bandaríska veđurstofan er nú sömu skođunar - í bili ađ minnsta kosti. 

En viđ sjáum líka ađ kalda loftiđ hefur sótt ađ norđan viđ - og sterkur háloftavindur eins og hér er spáđ er fljótur ađ skjóta upp kryppum og sveigjum sem gefa ekki bara tilefni til mikilla hlýinda heldur líka hvassviđra og kulda af verri gerđinni. - Margir möguleikar á slíku uppi - enginn ţó óhjákvćmilegur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 901
  • Sl. viku: 2329
  • Frá upphafi: 2413763

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2148
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband