22.10.2017 | 21:42
Breytingar í nánd - eða?
Ekkert veit ritstjóri hungurdiska um það - en reiknimiðstöðvar eru að gefa eitthvað slíkt til kynna. Lítum fyrst á spákort sem gildir síðdegis á morgun (mánudag 23. október).
Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykkt er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Mikil lægð er fyrir sunnan land. Hún dýpkaði svo hratt í gær (laugardag) að varla hefur annað eins sést um hríð. Mátti m.a. sjá þrýsting falla um meir en -30 hPa á þremur klukkustundum þar sem mest var - slíkt yrði íslandsmet kæmi það fyrir hér. - En lægðin er fljót að grynnast. Hér á landi er austsuðaustanátt í háloftunum - eins og oft áður að undanförnu. Í þessu veðurlagi berst úrkoma inn á Austfirði og Suðausturland, en víðast hvar annars staðar er frekar meinlaust.
Til að búa til illviðri í háloftastöðu sem þessari þarf kalda útrás úr norðurhöfum - slíkt er alls ekki óalgengt - en virðist ekki vera á borðinu í þetta sinn því lítið er að sjá á kortinu öllu nema mikil hlýindi - blár litur aðeins við Norður-Grænland. Eitthvað af því kalda lofti mun vera í neðstu lögum þar suður með ströndinni en ekki nægilega mikið til að það sjáist skýrt á þessu korti. Þó er strekkingur við Brjústerhorn og nyrst norðantil í Grænlandssundi - nær jafnvel um tíma inn á Halamið.
En þetta á víst allt að raskast (sé að marka reiknimiðstöðvar) - því veldur mikil ólga handan heimskauts og á föstudag á staðan að vera orðin svona.
Hreint viðsnúin staða. Í stað austsuðaustanáttar er komin hvöss vestnorðvestanátt. Mikill hæðarhryggur í stað lægðar fyrir sunnan land. Hæðarhryggnum fylgja ólíkindaleg hlýindi austan Grænlands, þykkt er þar spáð í 5670 metra - myndi að sumarlagi gefa möguleika á 30 stiga hita þar undir (en það er ekki sumar). Reyndar verður að teljast líklegt að reiknimiðstöðin sé heldur að ofgera hlýindin. En bandaríska veðurstofan er nú sömu skoðunar - í bili að minnsta kosti.
En við sjáum líka að kalda loftið hefur sótt að norðan við - og sterkur háloftavindur eins og hér er spáð er fljótur að skjóta upp kryppum og sveigjum sem gefa ekki bara tilefni til mikilla hlýinda heldur líka hvassviðra og kulda af verri gerðinni. - Margir möguleikar á slíku uppi - enginn þó óhjákvæmilegur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 897
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3287
- Frá upphafi: 2426319
Annað
- Innlit í dag: 797
- Innlit sl. viku: 2953
- Gestir í dag: 780
- IP-tölur í dag: 718
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.