Fyrsta frost haustsins á Veðurstofutúni

Í morgun (sunnudag 22. október) fraus í fyrsta skipti í haust á mælum á Veðurstofutúni. Hiti fór niður í -0,2 stig á sjálfvirka mælinum, en -0,1 stig í skýlinu. Þá voru liðnir 180 dagar frá síðasta frosti. Ritstjóra hungurdiska sýnist að þetta sé þriðjalengsta frostleysa sem vitað er um í Reykjavík. Hún varð lengri í fyrra (200 dagar) og 1939 (201 dagur). meðaltalið er um 145 dagar. 

Á Akureyri varð frostleysan nú 140 dagar - það er meir en 20 dögum lengri tími en í meðalári, en alloft hefur þó liðið enn lengri tími þar milli síðasta frosts á vori og þess fyrsta að hausti, í fyrra t.d. 159 dagar.  

Allmargar stöðvar landsins eru enn frostlausar í haust. Á átta stöðvum hefur hiti ekki enn farið niður fyrir 3 stig (Bjargtangar, Vattarnes, Garðskagaviti, Ólafsvík, Seley, Surtsey, (við) Akrafjall og Hvalnes). 

Þá er spurning hvenær fyrst verður alhvítt í Reykjavík - meðaldagsetning (1961 til 2010) er 6. nóvember. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.10.): 647
 • Sl. sólarhring: 659
 • Sl. viku: 2342
 • Frá upphafi: 1840510

Annað

 • Innlit í dag: 578
 • Innlit sl. viku: 2108
 • Gestir í dag: 522
 • IP-tölur í dag: 503

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband