Íslenska sumarið 2017

Í dag eru misserahvörf, fyrsti vetrardagur. Sumarið 2017 liðið og vetur tekur við. Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum velfarnaðar og vonar að nýhafið vetrarmisseri fari vel með land og þjóð. 

w-blogg211017a

Sumarið var hlýtt eins og við fáum að sjá á myndunum sem fylgja þessum pistli. Sú að ofan sýnir hita sumarsins í Reykjavík frá 1921 til 2017. Það nýliðna er í flokki þeirra allrahlýjustu - aðeins 5 marktækt hlýrri og fáein til viðbótar jafnhlý. En tímabilaskiptingin æpir á okkur. 

Sveiflur frá ári til árs eru heldur meiri á Akureyri en í Reykjavík.

w-blogg211017b

En annars er myndin svipuð (nær þó hér ekki nema aftur til 1936). Á tímabilinu hefur sumarmisserið aðeins þrisvar verið hlýrra á Akureyri heldur en nú (2014, 1941 og 1939) - en jafnhlýtt var þó í fyrra og sömuleiðis 2004. 

Í Stykkishólmi getum við reiknað aftur til 1846.

w-blogg211017c

Hér sjáum við vel afturfyrir hlýindin fyrir miðja 20. öld. Nýliðið sumar er í hópi þeirra allrahlýjustu. 

Við lítum líka á tölur fyrir landið allt aftur til 1949 og sjáum 

w-blogg211017d

að hiti í sumar var lítillega lægri en í fyrra og í flokki þeirra allrahlýjustu. 

w-blogg211017e

Við getum líka reiknað meðalvindhraða í byggðum aftur til 1949. Fyrri hluti tímabilsins er að vísu ekki alveg sambærilegur hinum því logn var þá oftalið og lækkar sá háttur meðaltölin eitthvað. En miðað við síðustu áratugi telst sumarmisserið 2017 hafa verið mjög hægviðrasamt.

Úrkomuuppgjör verður að bíða betri tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir Trausti og óska þér velfarnaðar á fyrsta degi vetrar  þetta árið.-Misserahvörf? 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2017 kl. 21:40

2 identicon

Mjög fróðlegt. Nýliðið sumarmisseri með þeim betri og alveg í takt við það sem manni hefur fundist. Og þá ekki síst fyrir vindinn eða vindleysið og reyndar í rúmlega ár. Ekki veit ég hvernig það er nákvæmlega í öðrum sveitum en minni í austanverðum Skagafirði en þar hef ég verið með plastfat á vegg utandyra (veggurinn tæpur 1m á hæð og 50cm á breidd) síðastliðna 16 mánuði, eða þar um bil, og aldrei hefur fatið fokið eða hreyfst. Ég er nokkurnveginn viss um að svona fat hreyfist ef vindur fer yfir 10 m/sek. Síðastliðinn vika var t.a.m. þannig að hægt hefði verið að hafa kveikt á venjulegu kerti utandyra alla vikuna. Þessu á maður tæplega að venjast á Íslandi á haustmánuðum eða hvað? 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 21.10.2017 kl. 23:26

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka góðar óskir Helga. Hvörf eru umskipti - skiptir um úr sumar- yfir í vetrarmisseri. Hjalti - vindurinn sýnir oft á sér ýmsar ólíkindahliðar bæði í logni og stormi. Haraldur Ólafsson félagi minn í fræðunum fjallar um lognið í nýlegri grein í Náttúrufræðingnum og getur þar m.a. um árstíðahegðan þess.

Trausti Jónsson, 22.10.2017 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a
  • w-blogg071124a
  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1626
  • Frá upphafi: 2408640

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1465
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband